Strútur

Mæting kl 10 þar sem slóðinn upp á Strút greinist frá Arnarvatnsheiðarveginum, ofan við Kalmanstungu. Ef kostur er verður slóðinn ekinn þaðan að fjallgirðingunni, en hann er ekki fólksbílafær svo ef ekki verður nóg af jeppum til að ferja alla göngumenn þangað verður gengið frá Arnarvatnsheiðarveginum. Þaðan eru um 6 km á topp Strúts og 630 m hækkun. Frá fjallgirðingunni eru um 3,5 km á toppinn og 500 m hækkun. Við reiknum með 4-5 klst göngu ef gengið er frá fjallgirðingunni, en 6-6,5 klst ef gengið er frá Arnarvatnsheiðarveginum.

Athugið að ekkert vatn er að hafa á Strút, svo nauðsynlegt er að hafa meðferðis vatn eftir þörfum, klæðnað eftir veðri og nesti til dagsins.

Strútur er frábært útsýnisfjall á góðum degi, en ef veður verður óhagstætt og ljóst að útsýni verði lítið eða ekkert verður þessari göngu frestað þar til aðstæður verða betri. Fylgist með hér á síðunni.

Göngustjóri: Sigurður Magnússon

The event is finished.

Dags.

21. júní, 2025

Klukkan

10:00 - 18:00
QR Code

Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs | kt. 690321-0330 | Borgarbraut 61, 310 Borgarnesi | ffb@ffb.is