Aðalfundur Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs

Aðalfundur Ferðafélags Borgarfarðarhéraðs verður haldinn miðvikudaginn 20. mars n.k. í Hátíðarsalnum í Reykholti (Gamla héraðsskólahúsinu) og hefst hann kl. 20.00. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf og myndasýning frá starfi félagsins fram til þessa. Kaffiveitingar. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa allir þeir sem skráðir eru í félagið áður en fundur er settur. Fjölmennum á aðalfund og höfum áhrif á mótun félagsins. Stjórn FFB

Göngudagskrá 2024

Útivera hressir, bætir og kætir og viljum við því hvetja fólk til þátttöku í ferðum okkar. Hér eru þær ferðir, sem búið er að ákveða fyrir árið (birt með fyrirvara um breytingar). Þegar styttist í ferð koma inn nánari upplýsingar í viðburðum, bæði á fésbókinni og hér á heimasíðunni. Hérna er listi yfir þær ferðir, sem búið er að ákveða. …

Fjallað um Hafnarfjall og Kilimanjaro á aðalfundi

Aðalfundur Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs var haldinn í gær, 29. mars, í Hjálmakletti í Borgarnesi. Vel var mætt á fundinn líkt og flesta viðburði á vegum félagsins hingað til.   Í skýrslu stjórnar kom fram að mörg verkefni eru í gangi varðandi uppbyggingu gönguleiða á vegum FFB. Meðal annars er unnið að því að koma upp útsýnisskífu á Hafnarfjalli og merkja hina sjö tinda fjallsins. Þá er áfram unnið að uppbyggingu Vatnaleiðar og hönnun útivistarsvæðis á Englandi í Lundarreykjadal, í tengslum við gönguleiðir á svæðinu. Þá er verið að undirbúa gerð Borgarfjarðarbrautar en það er vinnuheitið á fimm daga gönguleið um uppsveitir Borgarfjarðar.  Á síðasta ári stóð FFB fyrir fjölda gönguferða og fyrir liggur fjölbreytt göngudagskrá fyrir árið 2023. Áhugasamir geta kynnt sér dagskrána á heimasíðu félagsins, ffb.is og á …

Gjald fyrir gistingingu

Rúmstæði í Hólmi eru 20 í 10 tveggja manna kojum Rúmstæði í Torfhvalastöðum eru 18 hámark. Gjald fyrir gistingu er kr. 6.000 nóttin fyrir utanfélagsmenn en kr. 4.000 nóttin fyrir félagsmenn. Afsláttur til barna 7-18 ára er 50% í fylgd með forráðamönnum. Börn 6 ára og yngri fá ókeypis gistingu. Hópar sem ferðast saman skulu greiða fyrir gistingu í einu …

Göngudagskrá 2023

Á fésbókarsíðu Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs og á bls 82 á heimasíðu FÍ https://www.fi.is/static/files/utgafa/Ferdaaaetlun_2022/fi_2023_prent.pdf eru þær ferðir, sem búið er að ákveða fyrir árið. Þegar styttist í ferð koma inn nánari upplýsingar í viðburðum, bæði á fésbókinni og hér á heimasíðunni. Hérna er listi yfir þær ferðir, sem búið er að ákveða. Við byrjum á göngunámskeiði kl. 11 í fyrramálið, laugardaginn 28. …

Útsýnisskífa á Hafnarfjall

Miðvikudaginn 7. september var gerður góður leiðangur á topp Hafnarfjalls á vegum Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs. Búið var að bíða í nokkurn tíma eftir nógu góðu skyggni enda var tilgangurinn að gera mælingar og skyssur fyrir útsýnisskífu sem til stendur að koma fyrir efst á Hafnarfjalli. Í leiðangrinum tóku þátt Jakob Hálfdánarson, en hann hefur smíðað útsýnisskífur sem finna má um land …

Árbækur FÍ og æfing fyrir sjö tinda ferðina.

Ágætu félagsmenn Nú eru árbækurnar tilbúnar til afhendingar. Þeir sem hafa greitt árgjaldið geta nálgast bókina hjá Bókhalds- og rekstrarþjónustunni, Borgarbraut 61. Guðrún Hulda Pálmadóttir tekur fagnandi á móti ykkur á opnunartíma skrifstofunnar frá kl. 9 – 12 og 13 – 16. Einnig viljum við benda á að gott er að æfa fyrir sjö tindana í vinnuferð stikunefndar á Hafnarfjallið …

Þurrum fótum milli Einkunna

Lokið hefur verið við gerð gangstígs úr timbri yfir mýrina milli Nyrðri – Einkunnar og Litlu – Einkunna í fólkvangnum ofan við Borgarnes. Á “Stóra – Einkunnadaginn” sem haldinn var sameiginlega af stjórn Fólkvangsins, Skógræktarfélagi Borgarfjarðar og Ferðafélagi Borgarfjarðarhéraðs, var byrjað á gerð gangstígs úr gagnvörðu timbri yfir mýrina milli klettanna sem nefnast Nyrðri – Einkunn og Litlu – Einkunnir. …

Þrír styrkir til Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, menningar- og viðskiptaráðherra hefur úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða árið 2022, að fengnum tillögum stjórnar sjóðsins, samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Að þessu sinni er úthlutunin rúmlega 548 milljónir króna. Þrír af þeim styrkjum sem úthlutað er að þessu sinni fara til verkefna á vegum Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs (FFB), samtals eru þeir að upphæð 9.210.000,- Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir …