Fjallað um Hafnarfjall og Kilimanjaro á aðalfundi

Aðalfundur Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs var haldinn í gær, 29. mars, í Hjálmakletti í Borgarnesi. Vel var mætt á fundinn líkt og flesta viðburði á vegum félagsins hingað til.  

Í skýrslu stjórnar kom fram að mörg verkefni eru í gangi varðandi uppbyggingu gönguleiða á vegum FFB. Meðal annars er unnið að því að koma upp útsýnisskífu á Hafnarfjalli og merkja hina sjö tinda fjallsins. Þá er áfram unnið að uppbyggingu Vatnaleiðar og hönnun útivistarsvæðis á Englandi í Lundarreykjadal, í tengslum við gönguleiðir á svæðinu. Þá er verið að undirbúa gerð Borgarfjarðarbrautar en það er vinnuheitið á fimm daga gönguleið um uppsveitir Borgarfjarðar. 

Á síðasta ári stóð FFB fyrir fjölda gönguferða og fyrir liggur fjölbreytt göngudagskrá fyrir árið 2023. Áhugasamir geta kynnt sér dagskrána á heimasíðu félagsins, ffb.is og á facebook síðu ffb. Næsta ferð er laugardaginn 23. apríl en þá verður gengið á milli Arnarstapa og Hellna á Snæfellsnesi.  

Á aðalfundinum var Gísli Einarsson endurkjörinn forseti FFB til eins árs. Jón Heiðarsson, meðstjórnandi, var endurkjörinn til tveggja ára. Gíslína Jensdóttir var kosin ritari í stað Olgeirs Helga Ragnarssonar sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Aðrir stjórnarmenn eru Hrefna Sigmarsdóttir, varaforseti og Jónína Pálsdóttir, gjaldkeri, sem kjörnar voru til tveggja ára á síðasta aðalfundi.  

Ný í varstjórn eru Sigurður Magnússon og María Jónsdóttir sem koma í stað Láru Gísladóttur og Sólrúnar Káradóttur. 

Nefndir FFB eru þannig skipaðar: 

 

Göngunefnd: 

Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir 

Sólrún Káradóttir 

Birgir Hauksson 

Margrét Helgadóttir 

Rögnvaldur Gíslason 

 

Stikunefnd:
Halla Magnúsdóttir 

Sigurður Guðmundsson 

Theodóra Ragnarsdóttir 

Rakel Jóhannsdóttir 

Hafþór Gunnarsson 

 

Skálanefnd: 

Jón Heiðarsson 

Sigurður Halldórsson 

Guðmundur Árnason 

Guðmundur Finnsson 

Guðmundur Skúlason 

 

Skoðunarmenn reikninga: 

Guðrún Andrésdóttir 

Þórir Páll Guðjónsson 

 

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum sagði Jón Heiðarsson, stjórnarmaður í FFB, frá göngu sinni á hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro og sýndi myndir úr ferðinni. Jón fór, ásamt ellefu öðrum Íslendingum, núna í janúar, alla leið á toppinn í 5895 metra hæð. 

 

Stjórn ffb þakkar fráfarandi stjórnar- og nefndarfólki fyrir vel unnin störf, sem og öðrum sem lagt hafa félaginu lið með einum eða öðrum hætti. Þá hvetur stjórnin alla sem vettlingi geta valdið til að taka þátt í verkefnum á vegum félagsins.  

Við göngu svo fislétt í lundu!