Göngudagskrá 2025

Hér eru þær ferðir, sem búið er að ákveða fyrir árið (birt með fyrirvara um breytingar).

Brottfararstaður og tími auglýstur á heimasíðu, www.ffb.is  og fésbókarsíðu Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs þegar nær dregur ásamt nánari upplýsingum um hverja ferð. Þátttaka er ókeypis, nema annað sé tekið fram. Við hlökkum til að ganga með ykkur.

25. janúar: Einkunnir – Borg á Mýrum – 1 skór.

22. febrúar: Álfhólsskógur – 1 skór.
Létt skógarganga í Hvalfjarðarsveit.

22. mars: Láglendisganga um syðstu tungu Stafholtstungna – 1 skór.
Mæting við Kaðalstaði og gengið að Hvítá niður að Neðra-Nesi. Malarvegur til baka.

5. apríl: Söguganga um Straumfjörð – 1 skór.
Létt ganga um Straumfjörð í fylgd staðarhaldara.

17. maí: Varmalækjarmúli – 2 skór.

31. maí: Glymur í Hvalfirði – 2 skór.

21. júní: Strútur – 2 skór.

1. – 3. júlí: Vatnaleiðin í samstarfi við FÍ – 3 skór.
Þriggja daga ganga, gist í skálum. Sjá nánari lýsingu og verð á vef FÍ;
https://www.fi.is/is/ferdir/allar-ferdir/vatnaleidin-1

12. júlí: Brekkufjall – 2 skór.

19. júlí: Ljósufjöll  – 3 skór.

Mæting á Miðhrauni laugardaginn 19. júlí kl. 8:30. Sameinast í bíla og ekið að Borg þar sem gangan hefst. Gengið frá Borg að Kleifá og upp með henni að Valafossi og þaðan að fjallsrótunum. Ef veður leyfir stefnum við að því að ganga á alla þrjá tindana og hefja uppgönguna upp af Urðarkasti og ganga frá austri til vesturs yfir alla þrjá tindana, sem lengir gönguna, en ef skyggnið/veðrið er síðra förum við um annan flögubergshryggjanna í austara skarðið og stefnum á bæði Bleik og Grana, sem eru litskrúðugari tindarnir. Göngulengd er 15-18 km og hækkun 1000-1200 m. Áætlaður göngutími 7 – 9 klst.

Nauðsynlegt er að vera í góðum gönguskóm með ökklastuðningi, sjá nánar um útbúnað á vef FÍ https://www.fi.is/is/frodleikur/bunadarlistar/dagsferdir.

Gangan endar á Miðhrauni og þar ætlum við að eiga notalega kvöldstund saman, þegar búið er að ná í bílana, sem fóru að Borg um morguninn.

Ferðin kostar 14.000 krónur. Innifalið í verði er gönguleiðsögn, heitur pottur og kvöldverður á Miðhrauni. Skráning í ferðina með tölvupósti á netfangið ffb@ffb.is í síðasta lagi 10. júlí nk. Taka skal fram nafn þátttakanda, símanúmer og netfang.  Takmarkaður fjöldi – fyrstur kemur, fyrstur fær!!!

Fararstjóri Guðmundur Rúnar Svansson.

ÁGÚST (dags tilkynnt síðar): Línuvegur um Skarðsheiði – 2 skór.
Samstarfsverkefni með Hjólreiðafélagi Vesturlands: hjólað – gengið – hlaupið.

16. ágúst: Rauðsgil – 2 skór.

6. september: Hreðavatn / Hreðavatnssel / Hreðavatn – 2 skór.

7. september: Krakkafjör í fjöru – 1 skór.

27. september: Síldarmannagötur – 2 skór.

11. október: Grímsdalur – 2 skór.

15. nóvember: Rökkurganga frá Stafholtsveggjum að Varmalandi – 1 skór.

FERÐAFÉLAG BORGARFJARÐARHÉRAÐS, heimasíða www.ffb.is, netfang: ffb@ffb.is

Athugið: Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs tryggir hvorki þátttakendur í ferðum né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á áfangastaði á eigin vegum og á eigin ábyrgð.
Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingu.