Aðalfundur Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs

Aðalfundur Ferðafélags Borgarfarðarhéraðs verður haldinn miðvikudaginn 20. mars n.k. í Hátíðarsalnum í Reykholti (Gamla héraðsskólahúsinu) og hefst hann kl. 20.00.

Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundarstörf og myndasýning frá starfi félagsins fram til þessa.
Kaffiveitingar.

Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa allir þeir sem skráðir eru í félagið áður en fundur er settur.

Fjölmennum á aðalfund og höfum áhrif á mótun félagsins.

Stjórn FFB