Göngudagskrá 2024

Útivera hressir, bætir og kætir og viljum við því hvetja fólk til þátttöku í ferðum okkar.

Hér eru þær ferðir, sem búið er að ákveða fyrir árið (birt með fyrirvara um breytingar).
Þegar styttist í ferð koma inn nánari upplýsingar í viðburðum, bæði á fésbókinni og hér á heimasíðunni. Hérna er listi yfir þær ferðir, sem búið er að ákveða.
Þátttaka er ókeypis, nema annað sé tekið fram. Við byrjum á göngurnar  kl. 10  nema annað sé tekið fram.

Ljósaganga uppað steini á Hafnarfjalli – 1 skór
25. janúar. Mæting á bílastæðinu kl. 17 með höfuðljós eða vasaljós. Vel klædd m.v. veður (broddar kannski nauðsynlegir).

Umhverfis Akranes – 1 skór
17.febrúar. Gengið um Akranes undir leiðsögn manneskju sem er kunnug staðháttum.

Hvítárvöllum að ármótum Hvítár og Grímsár. – 1 skór
6.apríl. Byrjað á Hvítárvöllum.

Hvítserkur í Skorradal – 2 skór – kl: 13:00
27.apríl. Upp á Eiríksfell og niður að Hvítserk 12 km.

Barnaganga – 1 skór
18. maí

Þrællyndisgata – 2 skór
8. júní. Mæting á bílastæðið við Eldborg á Snorrastöðum.

Hítardalur – kvöldganga á 80 ára afmæli lýðveldisins – 2 skór
17. júní. Mæting við Grjótá á Hítardalsafleggjaranum og gengið upp með ánni að Grjótárvatni. Um 11 km ef gengið er alla leið að vatninu.

Skarðsheiðin, línuvegurinn – 2 skór
22 júní. Í samstarfi með Hjólareiðafélagi vesturlands, verður labbað og hjólað línuveginn Skarðsheiði 17 km.

Jafnaskarðskógur frá Hreðarvatni – heilsuhringur Birgis  – 1 skór
30.júní

Akrafjall – 2 skór
13.júlí. Hringurinn ca 12 – 13 km, hækkun ca. 800 m.

ÞRIGGJA DAGA SUMARLEYFISFERÐ – 3 skór
Vatnaleiðin: Hlíðarvatn – Hítarvatn – Langavatn – Hreðavatn.

Þriðjudagur 23. júlí – fimmtudags 25. júlí.

Um er að ræða þriggja daga gönguferð frá Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal að Bifröst. Leiðin liggur um söguslóðir og um stórbrotna náttúru. Gengið verður með dagpoka en svefnpokar, matur og annar búnaður verður trússaður milli gististaða.
1. dagur. Farþegar koma á eigin vegum í Borgarnes þriðjudaginn 23. júlí kl. 12:00, brottför með rútu kl 13:00 og ekið að Hallkelsstaðahlíð, þar sem gangan hefst. Gengið upp Hellisdal, um Klifsskarð yfir í Hítardal. Ef skyggni er gott verður gengið út á Rögnamúla. Ganga dagsins endar við Hólm, leitarmannahús í Hítardal þar sem verður gist. Gönguvegalengd um 12 km.
2. dagur. Gengið austur Þórarinsdal og upp úr botni dalsins niður í Langavatnsdal við norðurenda Langavatns. Þaðan er gengið út með Langavatni og gist í leitarmannahúsi á Torfhvalastöðum. Gönguvegalengd um 23 km.
3. dagur. Gengið frá Torfhvalastöðum að Beylá og þaðan yfir Beylárheiði. Gengið á Vikrafell ef útsýni er gott. Annars er gengið niður að Vikravatni og þaðan norður fyrir Vikrafell þar til komið er á gönguleiðina niður að Hreðavatni og þaðan að Bifröst þar sem rútan bíður okkar og ekur okkur aftur í Borgarnes. Gönguvegalengd um 18 km.
Bókun í ferð: Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið: ffb@ffb.is. Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina í síðasta lagi 15. júní 2024.
Verð kr. 40.000 fyrir félagsmenn og kr. 45.000 fyrir utanfélagsmenn. Innifalið: Rúta frá Borgarnesi að upphafsstað göngu og frá Bifröst í Borgarnes í lok göngu, trúss, gisting og fararstjórn. Hámarksfjöldi 15 manns.

Söguganga umhverfis Ytra – Rauðamelshraun – 1 skór
18.ágúst. Gangan hefst við Ytri-Rauðamel á bílastæðinu við kirkjuna. Auðveld ganga, lítil hækkun en stundum um úfið hraun að fara. Ferðin gæti tekið 3 – 5 klst með fræðslustoppum.

Rauðsgilið – 2 skór
31.ágúst. Gríðarlega falleg gönguleið. 10 km.

Litla – Skarðs fjall – 2 skór
21.september 

„Bak við Hafnarfjöll“, dalirnir frá Grjóteyri að Ölver – 2 skór
5.október. Mæting kl 10 á Seleyri. Bílamál skipulög þar. u.þ.b. 11 km löng ganga með 300 m hækkun

Aðventuganga – 1 skór
16.nóvember

Hlökkum til að ganga með ykkur!

Athugið: Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs tryggir hvorki þátttakendur í ferðum né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á áfangastaði á eigin vegum og á eigin ábyrgð.
Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingu.