Göngudagskrá 2023

Á fésbókarsíðu Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs og á bls 82 á heimasíðu FÍ https://www.fi.is/static/files/utgafa/Ferdaaaetlun_2022/fi_2023_prent.pdf eru þær ferðir, sem búið er að ákveða fyrir árið. Þegar styttist í ferð koma inn nánari upplýsingar í viðburðum, bæði á fésbókinni og hér á heimasíðunni. Hérna er listi yfir þær ferðir, sem búið er að ákveða. Við byrjum á göngunámskeiði kl. 11 í fyrramálið, laugardaginn 28. janúar. Útivera hressir, bætir og kætir og viljum við því hvetja fólk til þátttöku í ferðum okkar.

Göngudagskrá FFB 2023

28. janúar kl 11: Göngunámskeið. Mæting við íþróttahúsið í Borgarnesi.

18. febrúar: Söguganga um Borgarnes – 1 skór. Gengið um Borgarnes undir leiðsögn manneskju sem er “kunnug staðháttum!” Mæting við Landnámssetur Íslands

18. mars: Á söguslóðum við Hvítá – 1 skór. Söguganga við Hvítá. Gengið um svæðið við Hvítárvelli og Ferjukot með staðkunnugum.

30. apríl: Arnarstapi – 1 skór. Gengið milli Arnarstapa og Hellna á Snæfellsnesi. Mæting við Bárðarstyttuna á Arnarstapa.

13. maí: Húsafell – 2 skór. Gengið upp á Selfjall og komið niður Selgil til móts við Teitsgil. Mæting við bílastæðið á Húsafelli (milli afþreyingarmiðstöðvarinnar og þjóðvegarins)

27. maí: Einkunnir – 1 skór. Gengið frá Einkunnir að Borg á Mýrum. Mæting á bílastæðinu í Einkunnum.

11. júní: Melabakkar í Melasveit – 1 skór. Fjöruferð – fjölskylduferð.

21. júní: Kl 19:00 Hafnarfjall –  3 skór. Jónsmessuganga á alla sjö tinda Hafnarfjalls.

9. júlí: Laugar í Sælingsdal í Dalasýslu – 1 skór. Gengið á Dagmálahól. Mæting við hótelið á Laugum.

22. júlí: Ármannsfellið fagurblátt – 2 skór. Gengið á Ármannsfell. Mæting við Skógarhóla.

11. – 13. ágúst: Vatnaleiðin – 2 skór. Vatnaleiðin í einu lagi. Gengið frá Hallkellstaðahlíð á Snæfellsnesi að Bifröst í Borgarfirði. Gist í skálum FFB við Hítarvatn og Langavatn.
Verð kr. 30.000 fyrir félagsmenn og kr. 35.000 fyrir utanfélagsmenn. Innifalið: gisting í skálum, leiðsögn og trúss. Takmarkaður fjöldi. Pantanir og fyrirspurnir berist til ffb@ffb.is

11. ágúst: Hlíðarvatn – Hítarvatn – 2 skór. Fyrsti leggur af Vatnaleiðinni. Lagt af stað frá Hallkelsstaðahlíð og endað við Hítarvatn. Verð: kr. 3.000,- Innifalið: leiðsögn.

27. ágúst: Hítarvatn – Langavatn – 2 skór. Annar leggur af Vatnaleiðinni. Lagt af stað frá Hlíðarvatni og endað við Langavatn. Verð: kr. 3.000,- Innifalið: leiðsögn.

2. september: Langavatn – Bifröst – 2 skór. Þriðji leggur af Vatnaleiðinni. Lagt af stað frá Langavatni og endað á Bifröst. Verð: kr. 3.000,- Innifalið: leiðsögn.

23. september: Skjaldbreið – 2 skór. Gengið á hið formfagra fjall Skjaldbreið. Farið frá fjallveginum yfir Haukadalsheiði.

7. október: Hafnarfjall – 2 skór. Gengið á hið eina sanna Hafnarfjall.

22. október: England – 2 skór. Hringleið sem hefst við Hótel Basalt á Iðunnarstöðum í Lundarreykjadal. Leiðin liggur upp á Englandsháls að hinu sögufræga Pétursvirki, síðan að Englandslaug og Krosslaug og endað aftur á Iðunnarstöðum. Um 12 km leið.

18. nóvember: Aðventugleði FFB í Höskuldargerði í Reykholti.