Rauðsgil

Mæting kl. 10 við Rauðsgilsrétt. Gengið upp með gilinu að vestanverðu. Margir fallegir fossar eru á leiðinni og leiðin liggur að Tröllafossi. Þetta er ferð til að njóta fegurðar gilsins og gróðursins. Gangan í heild (fram og til baka) er um 9 km og hækkun 235 m.

Á Rauðsgili fæddist Jón Helgason og vert er að rifja upp eitt af hans þekktari ljóðum „Á Rauðsgili“.

Dags.

16. ágúst, 2025

Klukkan

10:00 - 18:00
QR Code

Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs | kt. 690321-0330 | Borgarbraut 61, 310 Borgarnesi | ffb@ffb.is