Kvöldganga í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins
Íslenska lýðveldið var stofnað á Þingvöllum þann 17. júní 1944 og fagnar því 80 ára afmæli á árinu.
Af þessu tilefni býður FFB uppá kvöldgöngu upp með Grjótá í Hítardal að Grjótárvatni og þaðan yfir að Helgastöðum um Hettudal. Þaðan er gengið meðfram eða uppá Múlaselsmúla að rústum Múlasels og þaðan verður haldið að Grjótá og hringnum lokað. Þessi hringur er ca 13-14 km með um 400 metra hækkun svo við áætlum 4 – 5 klst. ferð.
Ekið er inn Hítardals afleggjarann og lagt rétt innan við brúna yfir Grjótá þar sem gangan hefst. Við mælum með að göngumenn hafi með sér heitt á brúsa, nesti og hlýjan fatnað.