Ganga á Varmalækjarmúla
Þann 17. maí næstkomandi mun Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs standa fyrir göngu á Varmarlækjamúla. Varmalækjar
múli liggur á milli Lundareykjadals og Flókadals. Af honum er mjög víðsýnt yfir Borgarfjörðinn og sjá má allar helstu ár Borgarfjarðar, hvar þær koma saman og renna út í Borgarfjörðinn. Einnig má sjá mörg vötn, fjöll og fleira sem gleður augað. Lagt verður af stað í landi Múlastaða í Flókadal kl 10:00. Vegalengdin er rúmlega 8 kílómetrar, Varmalækjarmúlinn er í 349 m hæð y.s. Það er nokkuð bratt á fótinn í upphafi en svo þægileg ganga eftir það. Ef þátttakendur eiga sjónauka þá hvetjum við til þess að hafa þá meðferðis. Keyrt er inn Flókadalsveg að sunnanverðu í átt að Múlastöðum, stuttu áður en komið er að bænum er hægt er að leggja bílum á slóða til vinstri í átt að Flókadalsá.Göngustjóri er Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir .
