Hér eru þær ferðir, sem búið er að ákveða fyrir árið (birt með fyrirvara um breytingar).
Brottfararstaður og tími auglýstur á heimasíðu, www.ffb.is og fésbókarsíðu Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs þegar nær dregur ásamt nánari upplýsingum um hverja ferð. Þátttaka er ókeypis, nema annað sé tekið fram. Við hlökkum til að ganga með ykkur.
GENGIÐ Á GOTT VEÐUR Í JANÚAR, FEBRÚAR OG MARS. Þessa mánuði verða ekki settar ferðir á ákveðnar dagsetningar, en ferðir verða auglýstar með stuttum fyrirvara.
18. apríl: Kóranes – 1 skór
22. apríl: Fjölskylduganga í samstarfi við Grunnskóla Borgarfjarðar – 1 skór
9. maí: Selgil á Húsafelli – 1 skór
30. maí: Kistuhöfði – 1 skór
13. júní: Hraunsnefsöxl – 2 skór
20. júní: Geirhnúkur frá Hallkelsstaðahlíð – 3 skór
Þátttaka í þessa ferð kostar 5.000 kr. Innifalið: Leiðsögn og hressing í göngulok. Nauðsynlegt að skrá sig á ffb@ffb.is.
4. júlí: Láglendisganga um syðstu tungu Stafholtstungna – 1 skór
10. – 12. júlí: Vatnaleiðin: Hlíðarvatn / Hítarvatn / Langavatn / Hreðavatn – 3 skór
Um er að ræða þriggja daga gönguferð frá Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal að Bifröst. Krefjandi ganga og töluverð hækkun. Leiðin liggur um söguslóðir og um stórbrotna náttúru. Gengið verður með dagpoka en svefnpokar, matur og annar búnaður verður trússaður milli gististaða.
- dagur. Farþegar koma á eigin vegum að Bifröst í Norðurárdal föstudaginn 10. júlí kl. 10:00. Rúta nær í hópinn og ekur að Hallkelsstaðahlíð, þar sem gangan hefst. Gengið upp Hellisdal og um Klifsskarð yfir í Hítardal. Ganga dagsins endar við Hólm, leitarmannahús í Hítardal þar sem verður gist. Gönguvegalengd um 12 km. Hækkun: 657 m.
- dagur. Gengið austur Þórarinsdal og yfir Gvendarskarð niður í Langavatnsdal norðan við Langavatn. Þaðan er gengið út með Langavatni og gist í leitarmannahúsi á Torfhvalastöðum. Gönguvegalengd um 23 km. Hækkun: 670 m.
- dagur. Gengið frá Torfhvalastöðum að Beilá og þaðan yfir Beilárheiði. Gengið að Vikravatni, norður fyrir Vikrafell og loks niður að Hreðavatni og þaðan að bílunum á Bifröst. Gönguvegalengd um 18 km. Hækkun: 575 m.
Bókun í ferð: Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið: ffb@ffb.is. Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina í síðasta lagi 10. júní 2026.
Mæting: Bifröst í Norðurárdal kl. 10 föstudaginn 10. júlí.
Fararstjórn: Sigurður Magnússon.
Verð: kr. 55.000 fyrir félagsmenn og kr. 60.000 fyrir utanfélagsmenn. Innifalið: Gisting, rúta, trúss og fararstjórn.
25. júlí: Hallarmúli – 2 skór
8. ágúst: Tunga í Hvítársíðu – 2 skór
22. ágúst: Akrafjall – 3 skór
5. september: Maríuhöfn í Hvalfirði – 1 skór
19. september: Haustlitaferð – 1 skór
GENGIÐ Á GOTT VEÐUR Í OKTÓBER. Auglýst með stuttum fyrirvara.
21. nóvember: Rökkurganga / fjölskyldusamvera – 1 skór
FERÐAFÉLAG BORGARFJARÐARHÉRAÐS, heimasíða www.ffb.is, netfang: ffb@ffb.is
Athugið: Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs tryggir hvorki þátttakendur í ferðum né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á áfangastaði á eigin vegum og á eigin ábyrgð.
Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingu.

