Ágætu félagsmenn
Nú eru árbækurnar tilbúnar til afhendingar. Þeir sem hafa greitt árgjaldið geta nálgast bókina hjá Bókhalds- og rekstrarþjónustunni, Borgarbraut 61. Guðrún Hulda Pálmadóttir tekur fagnandi á móti ykkur á opnunartíma skrifstofunnar frá kl. 9 – 12 og 13 – 16.
Einnig viljum við benda á að gott er að æfa fyrir sjö tindana í vinnuferð stikunefndar á Hafnarfjallið kl. 17 þriðjudaginn 24. maí og rétta þeim hjálparhönd í leiðinni.