Um félagið

Félagið er áhugamannafélag göngufólks sem vill stuðla að ferðalögum um Ísland, einkum á Vesturlandi.
Uppbygging og merking gönguleiða á starfssvæði félagsins er meginmarkmið þess.

Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs var stofnað með pompi og prakt þann 1. mars sl á Hótel B59 í Borgarnesi.
Ríflega hundrað manns mættu á fundinn og flestir þeirra gerðust stofnfélagar. Síðan hafa líka fjölmargir bæst við og þegar þetta er ritað eru stofnfélagar orðnir tæplega 160!
Einfaldasta leiðin til að skrá sig í félagið er að senda tölvupóst á ffb@ffb.is þar sem fram kemur:
Fullt nafn, kennitala, heimilsifang, töluvpóstur og símanúmer auk þess sem taka þarf fram hvort viðkomandi er félagi í FÍ eða öðrum deildum þess.
Logo Ferðafélags Borgarfjarðar
Hið nýstofnaða Ferðafélag Borgarfjarðar er komið með sitt einkennismerki, eða logo.
Stjórn FFB leitaði til Bjarna Guðmundssonar á Hvanneyri, þúsundþjalasmiðs og fyrrverandi prófessors við Landbúnaðarháskóla Íslands og setti hann fram tillögu að merki.
Heiður Hörn Hjartardóttir, grafískur hönnuður, á Bjargi í Borgarnesi, sá síðan um að útfæra tillöguna og ljúka verkinu.
Í merkinu má finna tilvísanir í Borgfirska náttúru án þess að verið sé að vísa í nafngreinda staði eða svæði. Merkið verður notað með ýmsum hætti í framtíðinni og vonandi á það eftir að sjást sem víðast á kortum, skiltum og hverskyns auglýsingum um gönguferðir og annað þeim tengt.
Stjórn FFB er afar ánægð með nýja merkið og þakkar þeim Bjarna og Heiði fyrir vel unnið verk.