1. gr.
Félagið heitir Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs, skammstafað FFB. Félagssvæðið er Borgarfjörður og
nágrenni.
Félagið heitir Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs, skammstafað FFB. Félagssvæðið er Borgarfjörður og
nágrenni.
2. gr.
Félagið er áhugamannafélag og vill stuðla að ferðalögum um Ísland, einkum á Vesturlandi.3. gr.
Félagið er deild í Ferðafélagi Íslands og greiðir til þess árgjald, en starfar sjálfstætt og hefur sjálfstæðan
fjárhag. Innan Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs má stofna nefndir um sérstök viðfangsefni, s.s.
göngunefnd, stikunefnd, o.s.frv.
Félagið er áhugamannafélag og vill stuðla að ferðalögum um Ísland, einkum á Vesturlandi.3. gr.
Félagið er deild í Ferðafélagi Íslands og greiðir til þess árgjald, en starfar sjálfstætt og hefur sjálfstæðan
fjárhag. Innan Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs má stofna nefndir um sérstök viðfangsefni, s.s.
göngunefnd, stikunefnd, o.s.frv.
4. gr.
Stjórn FFB skipa 5 einstaklingar; forseti, varaforseti, ritari, féhirðir og meðstjórnandi. Forseti skal kosinn
sérstaklega, árlega. Aðrir stjórnarmenn skulu kosnir á tveggja ára fresti, 2 í hvert sinn, og skipta þeir
með sér verkum. Þó skal kjósa 3 menn ef annar þeirra sem situr í stjórn er kosinn forseti. Í varastjórn
séu 2 menn kosnir árlega og sitja þeir stjórnarfundi og hafa atkvæðisrétt í forföllum aðalmanna. Stjórnin
skipar nefndir eftir þörfum sbr. 3 gr.
Stjórn FFB skipa 5 einstaklingar; forseti, varaforseti, ritari, féhirðir og meðstjórnandi. Forseti skal kosinn
sérstaklega, árlega. Aðrir stjórnarmenn skulu kosnir á tveggja ára fresti, 2 í hvert sinn, og skipta þeir
með sér verkum. Þó skal kjósa 3 menn ef annar þeirra sem situr í stjórn er kosinn forseti. Í varastjórn
séu 2 menn kosnir árlega og sitja þeir stjórnarfundi og hafa atkvæðisrétt í forföllum aðalmanna. Stjórnin
skipar nefndir eftir þörfum sbr. 3 gr.
5. gr.
Aðalfund skal halda fyrir marslok ár hvert. Þá skal stjórn félagsins leggja fram starfsskýrslu og
endurskoðaða reikninga. Þá skal og kjósa í stjórn, varastjórn og 2 skoðunarmenn reikninga. Aðra
félagsfundi heldur stjórnin þegar henni þykir ástæða til en er skyld til þess, ef 25 félagsmenn æskja þess
skriflega, að halda félagsfund innan 10 daga frá því að ósk um fund kemur fram. Aðal‐ og félagsfundir
teljast lögmætir ef þeir eru boðaðir með viku fyrirvara í héraðs‐ og samfélagsmiðlum. Atkvæðisrétt hafa
allir fullgildir meðlimir félagsins. Til breytinga á samþykktum þarf samþykki meirihluta fundarmanna á
aðalfundi enda hafi breytingartillögurnar verið kynntar í aðalfundarboði. Aðalfundur félagsins ákveður
árgjald.
Aðalfund skal halda fyrir marslok ár hvert. Þá skal stjórn félagsins leggja fram starfsskýrslu og
endurskoðaða reikninga. Þá skal og kjósa í stjórn, varastjórn og 2 skoðunarmenn reikninga. Aðra
félagsfundi heldur stjórnin þegar henni þykir ástæða til en er skyld til þess, ef 25 félagsmenn æskja þess
skriflega, að halda félagsfund innan 10 daga frá því að ósk um fund kemur fram. Aðal‐ og félagsfundir
teljast lögmætir ef þeir eru boðaðir með viku fyrirvara í héraðs‐ og samfélagsmiðlum. Atkvæðisrétt hafa
allir fullgildir meðlimir félagsins. Til breytinga á samþykktum þarf samþykki meirihluta fundarmanna á
aðalfundi enda hafi breytingartillögurnar verið kynntar í aðalfundarboði. Aðalfundur félagsins ákveður
árgjald.
6. gr.
Til undirbúnings aðalfundar ár hvert skal starfa uppstillingarnefnd skipuð þremur fulltrúum innan FFB.
Nefndin gerir tillögur til aðalfundar um einstaklinga í stjórn og varastjórn, ásamt tveimur
skoðunarmönnum. Einnig geri nefndin tillögur til stjórnar um skipan fólks í nefndir félagsins fyrir
komandi starfsár.
Til undirbúnings aðalfundar ár hvert skal starfa uppstillingarnefnd skipuð þremur fulltrúum innan FFB.
Nefndin gerir tillögur til aðalfundar um einstaklinga í stjórn og varastjórn, ásamt tveimur
skoðunarmönnum. Einnig geri nefndin tillögur til stjórnar um skipan fólks í nefndir félagsins fyrir
komandi starfsár.
7. gr.
Verði félaginu slitið skal eignum þess ráðstafað til hliðstæðs félags innan starfssvæðisins, Ferðafélags
Íslands eða annarra deilda þess.
Verði félaginu slitið skal eignum þess ráðstafað til hliðstæðs félags innan starfssvæðisins, Ferðafélags
Íslands eða annarra deilda þess.
8. gr.
Að öðru leyti en hér er ákveðið gilda lög Ferðafélags Íslands.
Að öðru leyti en hér er ákveðið gilda lög Ferðafélags Íslands.
Samþykkt á stofnfundi Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs þann 1. mars 2021
–
Viðbætur vegna kosninga til stjórnar samþykktar á stjórnarfundi 18. janúar 2022 fyrir aðalfund félagsins árið 2022:
Varaforseti og gjaldkeri kosnir til eins árs. (kosið um embættin á ártali með sléttri tölu)
Ritari og meðstjórnandi kosnir til tveggja ára. (kosið um embættin á ártali með oddatölu)