Árbók og félagsskírteini

Árbók FÍ 2021

Kæru félagar í Ferðafélagi Borgarfjarðarhéraðs (FFB)
Mörg ykkar hafa nú þegar fengið afhenta árbók Ferðafélags Íslands og félagsskírteinið en hvoru tveggja er til afhendingar eftir að krafan um félagsgjaldið hefur verið greidd í heimabanka.
Þeim ykkar sem hafið greitt félagsgjaldið en ekki fengið bækur og skírteini afhent stendur til boða að nálgast ykkar bók og félagsskírteini hjá stjórnarmanni FFB, Jóni Heiðarssyni í Járnsmiðju Límtré-Vírnet í Borgarnesi frá kl. 7-16 alla virka daga.
Þau ykkar sem viljið nýta þennan kost eruð vinsamlegast beðin að hringja í Jón á þessum tíma í síma 617 5320.
Þau ykkar sem viljið fá ykkar bók og skírteini sent í pósti eruð vinsamlegast beðin að senda okkur tölvupóst þar að lútandi á ffb@ffb.is.
Einnig stendur til boða að fá rafrænt félagsskírteini frá Ferðafélagi Íslands. Þau ykkar sem óskið þess eruð líka vinsamlegast beðin að senda tölvupóst á ffb@ffb.is.