Hér eru þær ferðir, sem búið er að ákveða fyrir árið (birt með fyrirvara um breytingar).
Brottfararstaður og tími auglýstur á heimasíðu, www.ffb.is og fésbókarsíðu Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs þegar nær dregur ásamt nánari upplýsingum um hverja ferð. Þátttaka er ókeypis, nema annað sé tekið fram. Við hlökkum til að ganga með ykkur.
25. janúar: Einkunnir – Borg á Mýrum – 1 skór.
22. febrúar: Álfhólsskógur – 1 skór.
Létt skógarganga í Hvalfjarðarsveit.
22. mars: Láglendisganga um syðstu tungu Stafholtstungna – 1 skór.
Mæting við Kaðalstaði og gengið að Hvítá niður að Neðra-Nesi. Malarvegur til baka.
5. apríl: Söguganga um Straumfjörð – 1 skór.
Létt ganga um Straumfjörð í fylgd staðarhaldara.
17. maí: Varmalækjarmúli – 2 skór.
31. maí: Glymur í Hvalfirði – 2 skór.
JÚNÍ (dags tilkynnt síðar): Línuvegur um Skarðsheiði – 2 skór.
Samstarfsverkefni með Hjólreiðafélagi Vesturlands: hjólað – gengið – hlaupið.
21. júní: Strútur – 2 skór.
1. – 3. júlí: Vatnaleiðin í samstarfi við FÍ – 3 skór.
Þriggja daga ganga, gist í skálum. Sjá nánari lýsingu og verð á vef FÍ;
https://www.fi.is/is/ferdir/allar-ferdir/vatnaleidin-1
JÚLÍ (bjartur laugardagur): Kleifárvellir – Ljósufjöll – Miðhraun – 3 skór.
Krefjandi fjallganga, gengið á 1 – 2 tinda Ljósufjalla, sem rísa í um 1.000 m.h.y.s. Þátttaka í þessa ferð kostar 3.000 kr. Innif. leiðsögn. Nauðsynlegt að skrá sig á ffb@ffb.is.
12. júlí: Brekkufjall – 2 skór.
ÁGÚST (dags tilkynnt síðar): Krakkafjör í fjöru – 1 skór.
16. ágúst: Rauðsgil – 2 skór.
6. september: Hreðavatn / Hreðavatnssel / Hreðavatn – 2 skór.
27. september: Síldarmannagötur – 2 skór.
11. október: Grímsdalur – 2 skór.
15. nóvember: Rökkurganga frá Stafholtsveggjum að Varmalandi – 1 skór.
FERÐAFÉLAG BORGARFJARÐARHÉRAÐS, heimasíða www.ffb.is, netfang: ffb@ffb.is
Athugið: Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs tryggir hvorki þátttakendur í ferðum né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á áfangastaði á eigin vegum og á eigin ábyrgð.
Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingu.