Göngudagskrá 2026

Hér eru þær ferðir, sem búið er að ákveða fyrir árið (birt með fyrirvara um breytingar).

Brottfararstaður og tími auglýstur á heimasíðu, www.ffb.is  og fésbókarsíðu Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs þegar nær dregur ásamt nánari upplýsingum um hverja ferð. Þátttaka er ókeypis, nema annað sé tekið fram. Við hlökkum til að ganga með ykkur.

GENGIÐ Á GOTT VEÐUR Í JANÚAR, FEBRÚAR OG MARS. Þessa mánuði verða ekki settar ferðir á ákveðnar dagsetningar, en ferðir verða auglýstar með stuttum fyrirvara.

18. apríl: Kóranes – 1 skór

22. apríl: Fjölskylduganga í samstarfi við Grunnskóla Borgarfjarðar – 1 skór

9. maí: Selgil á Húsafelli – 1 skór

30. maí: Kistuhöfði – 1 skór

13. júní: Hraunsnefsöxl – 2 skór

20. júní: Geirhnúkur frá Hallkelsstaðahlíð – 3 skór
Þátttaka í þessa ferð kostar 5.000 kr. Innifalið: Leiðsögn og hressing í göngulok. Nauðsynlegt að skrá sig á ffb@ffb.is.

4. júlí: Láglendisganga um syðstu tungu Stafholtstungna – 1 skór

10. – 12. júlí: Vatnaleiðin: Hlíðarvatn / Hítarvatn / Langavatn / Hreðavatn – 3 skór

Um er að ræða þriggja daga gönguferð frá Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal að Bifröst. Krefjandi ganga og töluverð hækkun. Leiðin liggur um söguslóðir og um stórbrotna náttúru. Gengið verður með dagpoka en svefnpokar, matur og annar búnaður verður trússaður milli gististaða.

  1. dagur. Farþegar koma á eigin vegum að Bifröst í Norðurárdal föstudaginn 10. júlí kl. 10:00. Rúta nær í hópinn og ekur að Hallkelsstaðahlíð, þar sem gangan hefst. Gengið upp Hellisdal og um Klifsskarð yfir í Hítardal. Ganga dagsins endar við Hólm, leitarmannahús í Hítardal þar sem verður gist. Gönguvegalengd um 12 km. Hækkun: 657 m.
  2. dagur. Gengið austur Þórarinsdal og yfir Gvendarskarð niður í Langavatnsdal norðan við Langavatn. Þaðan er gengið út með Langavatni og gist í leitarmannahúsi á Torfhvalastöðum. Gönguvegalengd um 23 km. Hækkun: 670 m.
  3. dagur. Gengið frá Torfhvalastöðum að Beilá og þaðan yfir Beilárheiði. Gengið að Vikravatni, norður fyrir Vikrafell og loks niður að Hreðavatni og þaðan að bílunum á Bifröst. Gönguvegalengd um 18 km. Hækkun: 575 m.

Bókun í ferð: Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið: ffb@ffb.is. Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina í síðasta lagi 10. júní 2026.
Mæting: Bifröst í Norðurárdal kl. 10 föstudaginn 10. júlí.
Fararstjórn: Sigurður Magnússon.
Verð: kr. 55.000 fyrir félagsmenn og kr. 60.000 fyrir utanfélagsmenn. Innifalið: Gisting, rúta, trúss og fararstjórn.

25. júlí: Hallarmúli – 2 skór

8. ágúst: Tunga í Hvítársíðu – 2 skór

22. ágúst: Akrafjall – 3 skór

5. september: Maríuhöfn í Hvalfirði – 1 skór

19. september: Haustlitaferð – 1 skór

GENGIÐ Á GOTT VEÐUR Í OKTÓBER. Auglýst með stuttum fyrirvara.

21. nóvember: Rökkurganga / fjölskyldusamvera – 1 skór

FERÐAFÉLAG BORGARFJARÐARHÉRAÐS, heimasíða www.ffb.is, netfang: ffb@ffb.is

Athugið: Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs tryggir hvorki þátttakendur í ferðum né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á áfangastaði á eigin vegum og á eigin ábyrgð.
Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingu.