6. september: Hreðavatn / Hreðavatnssel / Hreðavatn – 2 skór.
Mæting við Hreðavatnsbæinn kl. 10. Gengið þaðan yfir að Selvatni og áfram í átt að Hreðavatnsseli. Síðan í áttina að Vikrafelli og stikaða leiðin til baka á upphafsstað. Hringurinn er um 10 km. Gott er að hafa vaðskó með í þessa ferð.
7. september: Krakkafjör í fjöru – 1 skór.
Mæting á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði kl. 11:30 á sunnudegi. Létt og þægileg ganga fyrir alla fjölskylduna. Alltaf gaman að fara út að leika með börnunum.
27. september: Síldarmannagötur – 2 skór.
Þegar nær dregur verður ákveðið hvort lagt verður af stað úr Skorradal eða Hvalfirði eftir veðurútliti. Leiðin er rúmlega 15 km löng með yfir 400 m hækkun. Það er nokkuð löng keyrsla milli upphafs- og endastaðar svo við munum óska eftir skráningu í þessa göngu til að skipuleggja bílamál.
11. október: Grímsdalur – 2 skór.
Mæting á bílastæðinu við Svignaskarð, sameinast í bíla og ekið að brúnni yfir Gljúfurá við Þinghólsrétt þar sem gangan hefst. Gengið inn Grímsdal og þaðan um Ranghalagil að veginum inn að Langavatni. Gengið niður með Gljúfurá að upphafsstað göngu. Hringurinn er um 10 km, hækkun um 200 m.
15. nóvember: Rökkurganga frá Stafholtsveggjum að Varmalandi – 1 skór.
Brottfararstaður og tími auglýstur á heimasíðu, www.ffb.is og fésbókarsíðu Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs þegar nær dregur ásamt nánari upplýsingum.
Á heimasíðu FÍ má kynna sér erfiðleikaflokkun ferða https://www.fi.is/is/ferdir/erfidleikastig
FERÐAFÉLAG BORGARFJARÐARHÉRAÐS, heimasíða www.ffb.is, netfang: ffb@ffb.is
Athugið: Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs tryggir hvorki þátttakendur í ferðum né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á áfangastaði á eigin vegum og á eigin ábyrgð.
Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingu.