Innheimta árgjalda og félagsskírteini

Kæru félagar í Ferðafélagi Borgarfjarðarhéraðs (FFB)

Árgjald ársins 2022 er kr. 8.200,- (árgjald með árbók FÍ), en þeir sem hafa beðið um að greiða án árbókar (makar og fjölskyldufólk á sama heimili) greiða kr. 4.100,-

Kröfurnar eru komnar í netbanka með gjalddaga 20.04.2022 og eindaga 15.05.2022.

Í framhaldi af greiðslu fær viðkomandi sendan tölvupóst með rafrænu félagsskírteini, sem hægt er að vista í síma, en þeir sem kjósa frekar að fá félagsskírteini á pappír eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á ffb@ffb.is þar að lútandi.

Árbók FÍ er í prentun og við munum senda út tilkynningu um afhendingu bókanna þegar þær hafa borist okkur.