Lýðheilsugöngur í samstarfi við Borgarbyggð

Ákveðið hefur verið að fyrstu skref hins nýstofnaða ferðafélags verði að standa fyrir svokölluðum Lýðheilsugöngum í samstarfi við Heilsueflandi samfélag Borgarbyggðar.

Göngurnar verða í boði alla miðvikudaga í maí kl. 18.00. og miðað er við c.a. 90 mínútur í senn.
Gengið verður á mismunandi stöðum í héraðinu og boðið verður upp á mismunandi erfiðleikastig. Miðað er við að sem flestir geti fundið göngur við sitt hæfi.
Fyrsta gangan verður miðvikudaginn 5. maí og er stefnan tekin á Seleyri.
Þaðan verður gengið í Hafnarskóg og í gegnum hann. Síðan verður gengið með fjörunni til baka.
Tiltölulega þægileg og skemmtilega leið. Stjórnarmenn FFB æta að leiða gönguna.
Vegna samkomutakmarkana verður hámarksfjöldi í þessa göngu fimmtíu manns. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í göngunni eru beðnir að skrá sig með því að senda tölvupóst á ffb@ffb.is
Aðrar Lýðheilsugöngur verða síðan auglýstar með viku fyrirvara.

Myndir úr lýðheilsugöngu á Seleyri 5. maí 2021