Stofnganga FFB í Jafnaskarðsskógi

VEL HEPPNUÐ STOFNGANGA
Sunnudaginn 30. maí 2021 tókst loks að halda formlega stofngöngu FFB sem stofnað var þann 1. mar sl.
Gengið var um hinn íðilfagra Jafnaskarðsskóg í Stafholtstungum í leiðsögn Birgis Haukssonar, fyrrverandi skógarvarðar.
Mæting í gönguna var framar vonum en rétt tæplega 100 manns tóku þátt. Þar á meðal forseti Íslands, Guðni Th Jóhannesson. Í lok göngunnar var boðið upp á þjóðlegar veitingar, Svala og Prins póló.
Þar með er starfsemi FFB komin á fullt og mikil dagskrá framundan.

Myndir úr stofngöngu FFB: