Lokið hefur verið við gerð gangstígs úr timbri yfir mýrina milli Nyrðri – Einkunnar og Litlu – Einkunna í fólkvangnum ofan við Borgarnes.
Á “Stóra – Einkunnadaginn” sem haldinn var sameiginlega af stjórn Fólkvangsins, Skógræktarfélagi Borgarfjarðar og Ferðafélagi Borgarfjarðarhéraðs, var byrjað á gerð gangstígs úr gagnvörðu timbri yfir mýrina milli klettanna sem nefnast Nyrðri – Einkunn og Litlu – Einkunnir. Voru það félagar úr FFB sem réðust í þetta verk og komust vel áleiðis með það. Nú hefur Skógræktarfélag Borgarfjarðar látið ljúka verkinu og var það Garðaþjónusta Önnu sem sá um framkvæmdina.
FFB fagnar því að þessu verki sé lokið og að göngufólk geti nú farið þarna um þurrum fótum.