Vel sóttur aðalfundur

Fyrsti aðalfundur Ferðafélags Borgarfjarðar var haldinn þann 24. mars í Food station í Borgarnesi. Þá var liðið rétt rúmlega ár frá stofnun félagsins. Um fjörtíu manns mættu á fundinn og er sú góða mæting lýsandi fyrir viðtökurnar sem félagið hefur fengið á stuttri starfsævi.

Í skýrslu stjórnar, sem Olgeir Helgi Ragnarsson, ritari félagsins flutti á fundinum, kom fram að frá stofnun félagsins hefur FFB staðið fyrir 25 göngum, mislöngum og mis erfiðum. Þá var ráðist í stikun leiðarinnar á Hafnarfjall og gamlar girðingar á þeirri leið hreinsaðar í burtu. Þá var bílastæðið við rætur Hafnarfjall lagært að beiðni félagsins. Einnig kom fram að unnið er að gerð upplýsingaskiltis um Hafnarfjall á vegum FFB.

Ferðafélagið, í samvinnu við Fólkvanginn í Einkunnum og Skógræktarfélag Borgarfjarðar, stóð fyrir Einkunnadeginum svokallaða í haust en þar mættu á fjórða tug sjálfboðaliða sem unnu að lagfæringu og stikun göngustíga. Meðal annars var leiðin frá Einkunnum að Borg stikuð upp á nýtt og rudd þar sem þess þurfti.

Stærsta verkefni hins unga félags er hinsvegar að hefja Vatnaleiðina til vegs og virðingar og vinsælda. FFB, með styrk frá FÍ, hefur látið gera ýtarleg upplýsingaskilti um Vatnaleið sem sett verða upp við Hlíðar vatn og Hreðavatn, um leið og frost fer úr jörðu. Þá hafa verið gerð nokkurskonar “selfíhlið” en það eru hlið úr járni með útskornu nafni leiðarinnar sem sett verða upp við upphafs og endapunkt leiðarinnar í vor en ætlast er til að göngufólk láti mynda sig við hliðin til að staðfesta gönguferð sína á samfélagsmiðlunum. Í sumar verður unnið að stikun Vatnaleiðar og viðræður standa yfir við Borgarbyggð um að FFB taki við rekstri fjallaskálanna á leiðinni.

Í skýrslu stjórnar kom líka fram að FFB fékk myndarlega styrki á árinu, frá Hvalfjarðarsveit 100 þúsund krónur í framkvæmdir við Hafnarfjall og frá Borgarbyggð 350 þúsund krónur til að nýta í Vatnaleið og leiðina frá Einkunnum að Borg. Þá styrkti FÍ hið nýja félag um eina milljón króna en sá peningur fór í skiltagerð fyrir Vatnaleið.

Í byrjun nýs árs fékk FFB síðan styrki úr Uppbyggingasjóði Vesturlands, 500 þúsund krónur í áframhaldandi vinnu við Vatnaleið og 600 þúsund krónur í undirbúning nýrrar gönguleiðar sem hefur fengið vinnuheitið Borgarfjarðarbraut. Nokkur fyrirtæki í héraði lögðu einnig fram styrki eða vilyrði um styrki og er stjórn félagsin afar þakklát fyrir þær viðtökur sem félagið hefur hvarvetna fengið.

Gísli Einarsson, forseti FFB kynnti á fundinum hugmyndina um Borgarfjarðarbraut en það á að verða fimm daga gönguleið um Borgarfjðarardali sem liggur frá Hvalfjarðarbotni í Húsafell. Fram kom að nemendur Umhverfisskipulags við LBHI eru að vinna að hugmyndum að hönnun leiðarinnar í samstarfi við FFB.

Á fundinum var stjórn félagsins endurkjörin.

Hana skipa

Gísli Einarsson, forseti

Hrefna Sigmarsdóttir, varaforseti

Jónína Hólmfríður Pálsdóttir, gjaldkeri

Olgeir Helgi Ragnarsson, ritari

Jón Heiðarsson, meðstjórnandi

Varamenn í stjórn:

Lára Kristín Gísladóttir

Sólrún Fjóla Káradóttir

Skoðurnarmenn reikningar voru sömuleiðis endurkjörnir. Þeir eru:

Þórir Páll Guðjónsson

Guðrún Helga Andrésdóttir

Sjórn félagsins skipar í nefndir

Í stikunefnd sitja:

Björn Bjarki Þorsteinsson

Halla Magnúsdóttir

Sigurður Geirsson

Sigurður Guðmundsson

Theodóra Ragnarsdóttir

Í göngunefnd eru:

Brynjólfur Guðmundsson

Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir

Sólrún Fjóla Káradóttir

Veronika Sigurvinsdóttir

Þórunn Reykdal

Þá var skálanefnd skipuð í fyrsta sinn, en hennar hlutverk verður að hafa yfirumsjón yfir skálum sem félagið hyggst taka á leigu við Vatnaleið.

Í skálanefnd eru:

Ásta Krisín Guðmundsdóttir

Jón Heiðarsson

Guðmundur Árnason

Guðmundur Finnsson

Guðmundur Skúlason

Að fundi loknum nutu fundargestir veitinga í boði Geirabakarís en Food station skaffaði fundarstað, félaginu að kostnaðarlusu. Er þessum fyrirtækjum þakkaður stuðningurinn.