Leiðbeiningar

Við fögnum öllum gönguleiðum.
Ef þig langar til að senda okkur gönguleið þá má senda okkur leiðina hér.

Til að senda okkur gönguleið þarftu að vera með GPX skrá.

Hvað er GPX skrá ?
GPX skrá er texta skjal sem inniheldur meðal annars hnitapunkta.
GPX skrá getur einnig innihaldið hæðarpunkta, púlsmælingar, jarðmælingar og margt fleira.
En í flest öllum tilfellum eru þetta hnitapunktar og hæðarmælingar.

Get ég flutt inn GPX skrá í GPS tækið mitt , og fylgt leiðinni ?
Já, þú getur sótt GPX skrár frá ýmsum stöðum, og flutt þær inní GPS tækið þitt.
Og eflaust snjalltækið þitt líka ;-)

Hvernig geri ég GPX skrá ?
Það er einfalt og þægilegt að útbúa sér GPX skrá.
Flestir göngugarpar eru nú þegar að gera það, þó að þeir viti það nú ekki.
Sem dæmi, hið sívinsæla farsíma appið „Strava“ mælir gönguleiðirnar þínar í GPX skrá
Og ef þú ert greiðandi að appinu þá geturðu skráð þig inn á vefsíðuna þeirra,
opnað einhverja gönguleið
yfir kortinu þar inni er hnappur sem heitir „GPX“

Athugaðu að þú þarft að vera greiðandi að Strava til að geta notað hnappinn GPX

Ég er ekki greiðandi að Strava, hvernig get ég búið til GPX skrá ?
Það er einfalt mál, þú bætir bara /export_gpx við slóðina efst uppi.
Sem dæmi:
Ég byrja á því að finna leiðina sem ég ætla sækja GPX skrá fyrir.
Og þá ertu komin inná heimasíðu slóð sem lýtur svona út:

bættu bara við slóðina: /export_gpx eins og ég sýni hér:

og smelltu á Enter á lyklaborðinu þínu ;-)
Og þá sækir tölvan þín GPX skránna.

Ég nota ekki Strava, hvernig bý ég til GPX skrá
Í flest öllum GPS tækjum, snjallúrum, snjallsímum er hægt að búa sér til GPX hnitaskrá.
En svo er líka hægt að hnita gönguleiðina í tölvuni heima, með góðum bolla af heitu kakó.
Ein af fríu síðunum sem hægt er að nota er https://gpx.studio/
Hér eru leiðbeiningar hvernig þú hnitar út leiðina með gpx.studio:

  1. Ýttu þéttingsfast á „New GPX“ hnappinn efst uppi á skjánnum þínum
  2. Þá opnast stillingar til vinstri og þar þarftu að gera tvö atriði
    1. Taktu hakið úr „Routing
    2. og stilltu „Activity“ á „Run/hike
  3. Nú ertu klár í að hnita leiðina þína með músinni…. Endilega gerðu það núna.
  4. Þegar þú hefur klárað að hnita út leiðina þína, smellirðu á hnappin efst á skjánnum þínum „Expor“
  5. Þá opnast gluggi með hnappi sem stendur á „Download„…. Smelltu á hann og þá sækir tölvan þína GPX skránna. Sem þú getur svo sent okkur.
Þekkir þú fleiri leiðir til að búa til GPX skrá? Endilega deildu því með okkur hér: Hafa samband