7 tindar Hafnarfjalls ??
Nú er veðurspá helgarinnar að skýrast og við teljum að laugardagskvöldið 18. júní komi helst til greina fyrir sjö tinda rall.
Mæting á bílaplaninu kl. 22 og gengið upp skriður Tungukolls. Við förum rólega og áætlum að vera komin á topp Tungukolls, 666 m.h.y.s. um miðnætti. Þá tökum við stöðuna með veðurútlitið og metum hvort við frestum sjö tindunum fyrir betra veður. Vonandi verður glimrandi bjart svo við trítlum yfir á Þverfell, Katlaþúfu, Klausturtunguhól, Miðtind, Gildalshnjúk (844 m) og að lokum yfir á Hafnarfjall og þar niður. Þessi hringur er um 14 km langur og uppsöfnuð hækkun yfir 1200 metrar svo við ætlum okkur 7 – 8 klst. í verkið.
Ef okkur lýst ekki á að klára sjö tindana í þessari ferð mun Ásta leiða okkur niður skemmtilega leið um Innra-Seleyrargil.
Munið eftir að vera með nóg af hlýjum fötum og gott nesti.
Göngustjórar: Ásta Kristín Guðmundsdóttir og Jónína Pálsdóttir.