Aðventuganga
Gönguferð innanbæjar í Borgarnesi með jólalegu ívafi á fyrsta sunnudegi í aðventu.
Hittumst á planinu hjá Vírnet kl. 14 og göngum upp í Bjargsland. Röltum upp á vatnstankinn og skoðum útsýnið áður en við höldum niður í bæ eftir göngustígum við Borgarvoginn. Stefnum svo út í Brákarey og þaðan eftir göngustíg meðfram sjónum yfir á Bjarnarbraut. Kíkjum kannski aðeins við á sýningu í Safnahúsinu og endum svo göngusamveruna í Skallagrímsgarðinum og skoðum jólaljósin og dönsum kringum jólatréð.
Gangan er um 6 km. löng.