Barnaganga og gleði í Einkunnum

Mæting á bílastæðinu í Einkunnum kl. 13.
Gangan hæfir öllum, en ýmis verkefni þarf að leysa á leiðinni. Við hvetjum pabba, mömmur, afa og ömmur til að bregða á leik með börnunum. Hver veit nema einhverjar veitingar verði í boði í göngulok.
Það er bleyta sumstaðar á stígunum svo við mælum með vatnsheldum skóm eða stígvélum og minnum fólk á að klæða sig eftir veðri.

The event is finished.

Dags.

18. maí, 2024

Klukkan

13:00 - 16:00
QR Code

Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs | kt. 690321-0330 | Borgarbraut 61, 310 Borgarnesi | ffb@ffb.is