Brekkufjall

Mæting kl. 10 á afleggjarann að Ytri-Skeljabrekku og bílum lagt við hesthús, sem komið er fyrst að. Gengið um fallega skógargötu að skarði í fjallinu, sem auðvelt er að fara upp. Þegar upp er komið verður genginn hringur á fjallinu og farið á toppinn, sem er í 409 m.y.s.

Mjög gaman er að ganga um fjölbreytt landslag á fjallinu, sem er hluti af Skarðsheiðareldstöðinni. Talið er að fyrst hafi gosið í Brekkufjalli í eldsumbrotunum á þessu svæði fyrir um fimm milljónum ára.

Gangan verður um 8 km löng svo gott er að hafa nesti og fatnað eftir veðri.

Göngustjóri: Jónína Pálsdóttir.

Dags.

12. júlí, 2025

Klukkan

10:00
QR Code

Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs | kt. 690321-0330 | Borgarbraut 61, 310 Borgarnesi | ffb@ffb.is