Fjöruferð á Mýrar

Gengið verður meðfram ströndinni í Straumfirði í fylgd með Svani Steinarssyni, sem er svo sannarlega „kunnugur staðháttum“ svo ekki sé meira sagt.
Í Straumfirði berjast náttúrufegurðin og sagan um athyglina og af nógu er að taka af hvorutveggu.
Gangan hefst, og henni lýkur, á hlaðinu á bænum í Straumfirði. Gangan er frekar létt en það gæti verið blautt sumstaðar þar sem stigið er niður fæti og göngufólk er hvatt til að búa sig með tilliti til þess.
Við hvetjum alla til að mæta, félagsmenn sem aðra, enda er þarna einstakt tækifæri til að kynnast merkilegum sögustað.

The event is finished.

Seinni hluta ársins verður boðið uppá fjölbreyttar ferðir, s.s. blandaða jeppa- og gönguferð, hjólaferð, hellaferð, haustlitaferð, jógaferð og aðventuferð.
Þessar ferðir verða auglýstar í viðburðum á fb og settar á heimasíðuna þegar nær dregur.
Stefnt er á að bjóða uppá ferðir á Eiríksjökul og Baulu. Þessar ferðir eru háðar veðri og ákveðnar með stuttum fyrirvara. Áhugasamir skrái sig með netpósti til ffb@ffb.is.
Fylgist með á Facebook og á heimasíðu félagsins.
Athugið: Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs tryggir hvorki þátttakendur í ferðum né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á áfangastaði á eigin vegum og á eigin ábyrgð.
Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingu.

Dags.

2. apríl, 2022

Klukkan

10:00 - 18:00
QR Code

Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs | kt. 690321-0330 | Borgarbraut 61, 310 Borgarnesi | ffb@ffb.is