Fossaferð meðfram Grímsá í Lundarreykjadal
Mæting kl 10 við Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal. Gengið þaðan upp með Grímsá.
Áætluð vegalengd er 10 – 12 km. Gönguleiðin er greið og líta má marga fallega fossa á leiðinni.
Ágætt að hafa flugnanet meðferðis því mývargurinn getur truflað okkur við ána, ef þannig viðrar. Munið einnig eftir nestisbita og klæðnaði eftir veðri.
Ólafur Jóhannesson á Hóli í Lundarreykjadal mun leiða gönguna.