Fossaferð meðfram Grímsá í Lundarreykjadal

Mæting kl 10 við Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal. Gengið þaðan upp með Grímsá.
Áætluð vegalengd er 10 – 12 km. Gönguleiðin er greið og líta má marga fallega fossa á leiðinni.
Ágætt að hafa flugnanet meðferðis því mývargurinn getur truflað okkur við ána, ef þannig viðrar. Munið einnig eftir nestisbita og klæðnaði eftir veðri.
Ólafur Jóhannesson á Hóli í Lundarreykjadal mun leiða gönguna.

The event is finished.

Seinni hluta ársins verður boðið uppá fjölbreyttar ferðir, s.s. blandaða jeppa- og gönguferð, hjólaferð, hellaferð, haustlitaferð, jógaferð og aðventuferð.
Þessar ferðir verða auglýstar í viðburðum á fb og settar á heimasíðuna þegar nær dregur.
Stefnt er á að bjóða uppá ferðir á Eiríksjökul og Baulu. Þessar ferðir eru háðar veðri og ákveðnar með stuttum fyrirvara. Áhugasamir skrái sig með netpósti til ffb@ffb.is.
Fylgist með á Facebook og á heimasíðu félagsins.
Athugið: Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs tryggir hvorki þátttakendur í ferðum né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á áfangastaði á eigin vegum og á eigin ábyrgð.
Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingu.

Dags.

16. júlí, 2022

Klukkan

10:00 - 16:00
Lengd: 15km
QR Code

Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs | kt. 690321-0330 | Borgarbraut 61, 310 Borgarnesi | ffb@ffb.is