Fyrsta æfingaganga að Steini á Hafnarfjalli

Nú er tímabært að fara að huga að æfingaferðum á Hafnarfjall til að þjálfa upp þolið fyrir sjö tinda ferðina um 17. júní helgina.
Við stefnum á fyrstu ferð “upp að steini” á miðvikudaginn, 30. mars kl. 18.
Í framhaldinu fikrum við svo okkur ofar í hverri ferð. Einnig væri gaman að fara einu sinni upp Tungukollinn þegar fer að vora meira.
Við viljum hvetja alla, jafnt stjórnarmenn, nefndarmenn og almenna félagsmenn FFB til að taka þátt í þessu verkefni og láta okkur vita þegar einhver er í göngustuði og hefur áhuga á að leiða göngu.
Sjáumst á bílastæðinu við Hafnarfjall kl. 18.00 á morgun, miðvikudag 30. mars.
Jónína Pálsdóttir leiðir fyrstu gönguna.

The event is finished.

Seinni hluta ársins verður boðið uppá fjölbreyttar ferðir, s.s. blandaða jeppa- og gönguferð, hjólaferð, hellaferð, haustlitaferð, jógaferð og aðventuferð.
Þessar ferðir verða auglýstar í viðburðum á fb og settar á heimasíðuna þegar nær dregur.
Stefnt er á að bjóða uppá ferðir á Eiríksjökul og Baulu. Þessar ferðir eru háðar veðri og ákveðnar með stuttum fyrirvara. Áhugasamir skrái sig með netpósti til ffb@ffb.is.
Fylgist með á Facebook og á heimasíðu félagsins.
Athugið: Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs tryggir hvorki þátttakendur í ferðum né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á áfangastaði á eigin vegum og á eigin ábyrgð.
Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingu.

Dags.

30. mars, 2022

Klukkan

18:00 - 19:00
QR Code

Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs | kt. 690321-0330 | Borgarbraut 61, 310 Borgarnesi | ffb@ffb.is