Gengið um Akranes
Gönguferð umhverfis Akranes.
Mæting við leikskólann Akrasel við klukkan 10. Gengið þaðan að Langasandi og með ströndinni niður á Breið og meðfram Krókalóni um Kalmannsvík og Elínarhöfða að Miðvogslæk og þaðan að leikskólanum aftur.
Mæting við leikskólann Akrasel við klukkan 10. Gengið þaðan að Langasandi og með ströndinni niður á Breið og meðfram Krókalóni um Kalmannsvík og Elínarhöfða að Miðvogslæk og þaðan að leikskólanum aftur.
Gangan er ca. 10 km. og gert ráð fyrir einu nestisstoppi. Gæti tekið um 4 tíma. Mælt er með að hafa meðferðis götubrodda.
Gangan er að mestu á stígum og gangstéttum. Hækkun óveruleg.
Klæðnaður eftir veðri.
Allir velkomnir, jafnt félagsmenn sem aðrir.
Göngunefnd FFB
