Gengið um Akranes

Gönguferð umhverfis Akranes.
Mæting við leikskólann Akrasel við klukkan 10. Gengið þaðan að Langasandi og með ströndinni niður á Breið og meðfram Krókalóni um Kalmannsvík og Elínarhöfða að Miðvogslæk og þaðan að leikskólanum aftur.
Gangan er ca. 10 km. og gert ráð fyrir einu nestisstoppi. Gæti tekið um 4 tíma. Mælt er með að hafa meðferðis götubrodda.
Gangan er að mestu á stígum og gangstéttum. Hækkun óveruleg.
Klæðnaður eftir veðri.
Allir velkomnir, jafnt félagsmenn sem aðrir.
Göngunefnd FFB

The event is finished.

Seinni hluta ársins verður boðið uppá fjölbreyttar ferðir, s.s. blandaða jeppa- og gönguferð, hjólaferð, hellaferð, haustlitaferð, jógaferð og aðventuferð.
Þessar ferðir verða auglýstar í viðburðum á fb og settar á heimasíðuna þegar nær dregur.
Stefnt er á að bjóða uppá ferðir á Eiríksjökul og Baulu. Þessar ferðir eru háðar veðri og ákveðnar með stuttum fyrirvara. Áhugasamir skrái sig með netpósti til ffb@ffb.is.
Fylgist með á Facebook og á heimasíðu félagsins.
Athugið: Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs tryggir hvorki þátttakendur í ferðum né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á áfangastaði á eigin vegum og á eigin ábyrgð.
Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingu.

Dags.

17. febrúar, 2024

Klukkan

10:00 - 14:00
QR Code

Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs | kt. 690321-0330 | Borgarbraut 61, 310 Borgarnesi | ffb@ffb.is