Grímsdalur
Mæting á bílastæðinu við Svignaskarð kl. 10 og sameinast í bíla þar. Ekið að brúnni yfir Gljúfurá við Þinghólsrétt þar sem gangan hefst. Gengið inn Grímsdal og þaðan um Ranghalagil að veginum inn að Langavatni. Gengið niður með Gljúfurá að upphafsstað göngu. Hringurinn er um 10 km. langur, hækkun um 200 m.
