Grímsdalur

Mæting á bílastæðinu við Svignaskarð kl. 10, sameinast í bíla þar og höldum á afrétt Borghreppinga. Ekið að brúnni yfir Gljúfurá við Þinghólsrétt þar sem gangan hefst. Gengið meðfram Gljúfurá og Klaufhamarsfoss skoðaður. Síðan gengið eftir veginum í áttina að Langavatni, en farið útaf honum fyrir norðan Brúnavatn og niður í Grímsdal. Þar skoðum við Galtarholtsrétt og Skallagrímssel áður en gengið er niður Grímsdalinn og hringnum lokað á upphafsstað göngu. Hringurinn er um 10 km., hækkun um 200 m.

 

 

The event is finished.

Dags.

11. október, 2025

Klukkan

10:00
QR Code

Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs | kt. 690321-0330 | Borgarbraut 61, 310 Borgarnesi | ffb@ffb.is