Helgarferð um Vatnaleiðina -AFLÝST

Þessari ferð hefur verið aflýst, því miður.

Um er að ræða þriggja daga gönguferð frá Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal að Hreðavatni. Leiðin liggur um söguslóðir, stórbrotna náttúru og á staði þar sem mikið útsýni er yfir nærliggjandi héröð. Gengið verður með dagpoka en svefnpokar, matur og annar búnaður verður trússaður milli gististaða.
Verð: 60.000/65.000. Innifalið: Rúta, trúss, gisting, sameiginlegur kvöldverður og fararstjórn. Hámarksfjöldi 18 manns.
Fararstjórn: Gunnlaugur A. Júlíusson.
1. dagur.

Brottför frá Mörkinni 6 kl. 8:00. Komið að Hallkelsstaðahlíð við Hlíðarvatn um kl. 10:00. Gangan hefst um kl. 10:30. Gengið upp Hellisdal, um Klifsskarð yfir í Hítardal. Ef skyggni er gott er gengið út á Rögnamúla. Gangan endar við Fjallhús Hraunhreppinga við Hítarhólm. Gist verður í skálanum. Mögulegt er að ganga að Bjarnarhelli og Foxufelli um kvöldið ef veður er gott. Rifjaðar upp sögur um Björn Hítdælakappa og af samkomum trölla og þursa í Hítardal.

2. dagur.

Leiðin liggur meðfram Hítarhólmi eftir gönguslóðum og síðan upp Þórarinsdal. Gengið er upp úr botni Þórarinsdals og niður í Langavatnsdal við norðurenda Langavatns. Þaðan er gengið að Borg og rifjuð upp sagan örlögum síðustu ábúenda þar. Gengið út með Langavatni og gist við fjallhús Borghreppinga við Torfhvalastaði. Gist verður í fjallhúsinu þar sem verður sameiginleg máltíð.

3. dagur.

Gengið eftir veginum upp á heiðina og síðan upp á Beilárheiðina. Gengið á Vikrafell ef útsýni er gott. Annars er gengið niður að Vikravatni og þaðan norður fyrir Vikrafell þar til komið er á gönguleiðina niður að Hreðavatni þar sem rútan bíður.
Panta þarf í þessa ferð með netpósti á ffb@ffb.is

The event is finished.

Seinni hluta ársins verður boðið uppá fjölbreyttar ferðir, s.s. blandaða jeppa- og gönguferð, hjólaferð, hellaferð, haustlitaferð, jógaferð og aðventuferð.
Þessar ferðir verða auglýstar í viðburðum á fb og settar á heimasíðuna þegar nær dregur.
Stefnt er á að bjóða uppá ferðir á Eiríksjökul og Baulu. Þessar ferðir eru háðar veðri og ákveðnar með stuttum fyrirvara. Áhugasamir skrái sig með netpósti til ffb@ffb.is.
Fylgist með á Facebook og á heimasíðu félagsins.
Athugið: Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs tryggir hvorki þátttakendur í ferðum né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á áfangastaði á eigin vegum og á eigin ábyrgð.
Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingu.

Dags.

10. - 12. júní, 2022

Klukkan

10:00 - 18:00
QR Code

Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs | kt. 690321-0330 | Borgarbraut 61, 310 Borgarnesi | ffb@ffb.is