Hítarvatn – Langavatn – 2 skór

Vatnaleiðin – annar leggur: Hítarvatn – Langavatn

Sunnudaginn 27. ágúst. Mæting kl. 10 við Menntaskólann í Borgarnesi.

Næsta ganga verður miðjuleggur Vatnaleiðarinnar, þ.e. frá Hítarvatni að Torfhvalastöðum í Langavatnsdal. Þetta er lengsta dagleiðin á Vatnaleiðinni, um 21 km svo þátttakendur verða að vera í þokkalegu formi (2 skór). Gengið er upp Þórarinsdal í Gvendarskarð og þaðan niður í Langavatnsdal að Torfhvalastöðum. Athugið að gera þarf ráðstafanir til að komast til baka frá Torfhvalastöðum, en hópurinn hittist í Borgarnesi og þá getur göngufólk sameinast í bíla vestur að Hítarvatni. Nauðsynlegt er að skrá sig í þessa göngu á ffb@ffb.is í síðasta lagi fimmtudagskvöldið 24. ágúst nk. Verð fyrir gönguna er 3.000 kr., sem verður rukkað með tölvupósti eftir ferð.

Göngustjórar verða Jónína Pálsdóttir og Þórunn Reykdal.

The event is finished.

Dags.

27. ágúst, 2023

Klukkan

Allur dagurinn
QR Code

Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs | kt. 690321-0330 | Borgarbraut 61, 310 Borgarnesi | ffb@ffb.is