Hítarvatn – Langavatn – 2 skór
Vatnaleiðin – annar leggur: Hítarvatn – Langavatn
Sunnudaginn 27. ágúst. Mæting kl. 10 við Menntaskólann í Borgarnesi.
Næsta ganga verður miðjuleggur Vatnaleiðarinnar, þ.e. frá Hítarvatni að Torfhvalastöðum í Langavatnsdal. Þetta er lengsta dagleiðin á Vatnaleiðinni, um 21 km svo þátttakendur verða að vera í þokkalegu formi (2 skór). Gengið er upp Þórarinsdal í Gvendarskarð og þaðan niður í Langavatnsdal að Torfhvalastöðum. Athugið að gera þarf ráðstafanir til að komast til baka frá Torfhvalastöðum, en hópurinn hittist í Borgarnesi og þá getur göngufólk sameinast í bíla vestur að Hítarvatni. Nauðsynlegt er að skrá sig í þessa göngu á ffb@ffb.is í síðasta lagi fimmtudagskvöldið 24. ágúst nk. Verð fyrir gönguna er 3.000 kr., sem verður rukkað með tölvupósti eftir ferð.
Göngustjórar verða Jónína Pálsdóttir og Þórunn Reykdal.