Hvítserkur í Fitjá og Eiríksfell í Skorradal.
Hvítserkur í Fitjá er fossinn næst Eiríksfelli. Gengið frá Sarpi sem er innsti bærinn norðan megin í Skorradalnum og upp á Eiríksfell sem er innst í dalnum. Mjög falleg leið með útsýni yfir jökla og fjöll og fallegir fossar á leiðinni. Rúmir 12km
Við hittumst við bæinn Sarp sem er innst í Skorradalnum.
ATH mjög gott væri að sameinast í bíla
Gangan hefst kl 13:00