Hvítserkur í Fitjá og Eiríksfell í Skorradal.

Hvítserkur í Fitjá er fossinn næst Eiríksfelli. Gengið frá Sarpi sem er innsti bærinn norðan megin í Skorradalnum og upp á Eiríksfell sem er innst í dalnum. Mjög falleg leið með útsýni yfir jökla og fjöll og fallegir fossar á leiðinni. Rúmir 12km

Við hittumst við bæinn Sarp sem er innst í Skorradalnum.
ATH mjög gott væri að sameinast í bíla

Gangan hefst kl 13:00

The event is finished.

Seinni hluta ársins verður boðið uppá fjölbreyttar ferðir, s.s. blandaða jeppa- og gönguferð, hjólaferð, hellaferð, haustlitaferð, jógaferð og aðventuferð.
Þessar ferðir verða auglýstar í viðburðum á fb og settar á heimasíðuna þegar nær dregur.
Stefnt er á að bjóða uppá ferðir á Eiríksjökul og Baulu. Þessar ferðir eru háðar veðri og ákveðnar með stuttum fyrirvara. Áhugasamir skrái sig með netpósti til ffb@ffb.is.
Fylgist með á Facebook og á heimasíðu félagsins.
Athugið: Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs tryggir hvorki þátttakendur í ferðum né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á áfangastaði á eigin vegum og á eigin ábyrgð.
Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingu.

Dags.

27. apríl, 2024

Klukkan

13:00
Lengd: 12 km
QR Code

Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs | kt. 690321-0330 | Borgarbraut 61, 310 Borgarnesi | ffb@ffb.is