Rauðsgil
FERÐINNI HEFUR VERIÐ AFLÝST VEGNA SLÆMRAR VEÐURSPÁR.
Mæting klukkan 10 við Rauðsgilsrétt. Gengið upp með gilinu að vestanverðu. Margir fallegir fossar eru á leiðinni og leiðin liggur að Tröllafossi.
Þetta er ferð til að njóta fegurðar gilsins og gróðursins. Gangan í heild (fram og til baka) er um 9 km og hækkun 235 m.
Á Rauðsgili fæddist Jón Helgason og vert er að rifja upp eitt af hans þekktari ljóðum „Á Rauðsgili“.
Munið eftir nesti og hlífðarfötum.