Skarðsheiðin með Hjólreiðafélagi Vesturlands
FFB ætlar að bjóða uppá gönguleiðsögn yfir Skarðsheiðina á sama tíma og Hjólreiðafélagið fer sína árlegu ferð laugardaginn 3. júní nk. kl. 11. Þátttakendur þurfa að hafa með sér vaðskó og nesti. Frítt er í ferðina fyrir félaga í FFB, en aðrir greiða 2.000 kr. Innifalið í gjaldinu eru grillaðar pylsur í lok göngu og sundferð í Hreppslaug. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið ffb@ffb.is og takið fram hvort ykkur vanti far frá endastað göngu (gengið er frá Efri-Hrepp að Ölver) og ekið til baka í Hreppslaug.
Frekari upplýsingar má sjá á fésbókarsíðu Hjólareiðafélags Vesturlands.