Skarðsheiðin með Hjólreiðafélagi Vesturlands

FFB ætlar að bjóða uppá gönguleiðsögn yfir Skarðsheiðina á sama tíma og Hjólreiðafélagið fer sína árlegu ferð laugardaginn 3. júní nk. kl. 11. Þátttakendur þurfa að hafa með sér vaðskó og nesti. Frítt er í ferðina fyrir félaga í FFB, en aðrir greiða 2.000 kr. Innifalið í gjaldinu eru grillaðar pylsur í lok göngu og sundferð í Hreppslaug. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið ffb@ffb.is og takið fram hvort ykkur vanti far frá endastað göngu (gengið er frá Efri-Hrepp að Ölver) og ekið til baka í Hreppslaug.

Frekari upplýsingar má sjá á fésbókarsíðu Hjólareiðafélags Vesturlands.

The event is finished.

Seinni hluta ársins verður boðið uppá fjölbreyttar ferðir, s.s. blandaða jeppa- og gönguferð, hjólaferð, hellaferð, haustlitaferð, jógaferð og aðventuferð.
Þessar ferðir verða auglýstar í viðburðum á fb og settar á heimasíðuna þegar nær dregur.
Stefnt er á að bjóða uppá ferðir á Eiríksjökul og Baulu. Þessar ferðir eru háðar veðri og ákveðnar með stuttum fyrirvara. Áhugasamir skrái sig með netpósti til ffb@ffb.is.
Fylgist með á Facebook og á heimasíðu félagsins.
Athugið: Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs tryggir hvorki þátttakendur í ferðum né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á áfangastaði á eigin vegum og á eigin ábyrgð.
Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingu.

Dags.

3. júní, 2023

Klukkan

11:00 - 18:00
QR Code

Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs | kt. 690321-0330 | Borgarbraut 61, 310 Borgarnesi | ffb@ffb.is