Skjaldbreiður – 2 skór

AFLÝST VEGNA VEÐURS

Mæting kl. 10 laugardaginn 23. september við gatnamót Uxahryggja og Kaldadals. Þaðan er ca hálftíma akstur eftir línuvegi að upphafsstað göngu. Línuvegurinn er ekki fólksbílafær svo það verður sameinast í bíla við gatnamótin. Ekkert vatn er á gönguleiðinni svo þátttakendur þurfa að vera með nóg vatn meðferðis ásamt góðu nesti. Reiknað er með tveim nestisstoppum. Gengið er á grjóti svo góðir gönguskór eru nauðsynlegir. Gott að vera með göngustafi og klæðnað eftir veðri.

Sigurður Magnússon og Vala Friðriksdóttir ætla að leiða þessa göngu fyrir okkur.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á netfangið ffb@ffb.is í síðasta lagi fimmtudaginn 21. september. Vinsamlega takið fram bílategund við skráningu.

 

 

The event is finished.

Seinni hluta ársins verður boðið uppá fjölbreyttar ferðir, s.s. blandaða jeppa- og gönguferð, hjólaferð, hellaferð, haustlitaferð, jógaferð og aðventuferð.
Þessar ferðir verða auglýstar í viðburðum á fb og settar á heimasíðuna þegar nær dregur.
Stefnt er á að bjóða uppá ferðir á Eiríksjökul og Baulu. Þessar ferðir eru háðar veðri og ákveðnar með stuttum fyrirvara. Áhugasamir skrái sig með netpósti til ffb@ffb.is.
Fylgist með á Facebook og á heimasíðu félagsins.
Athugið: Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs tryggir hvorki þátttakendur í ferðum né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á áfangastaði á eigin vegum og á eigin ábyrgð.
Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingu.

Dags.

23. september, 2023

Klukkan

Allur dagurinn
QR Code

Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs | kt. 690321-0330 | Borgarbraut 61, 310 Borgarnesi | ffb@ffb.is