Skjaldbreiður – 2 skór
AFLÝST VEGNA VEÐURS
Mæting kl. 10 laugardaginn 23. september við gatnamót Uxahryggja og Kaldadals. Þaðan er ca hálftíma akstur eftir línuvegi að upphafsstað göngu. Línuvegurinn er ekki fólksbílafær svo það verður sameinast í bíla við gatnamótin. Ekkert vatn er á gönguleiðinni svo þátttakendur þurfa að vera með nóg vatn meðferðis ásamt góðu nesti. Reiknað er með tveim nestisstoppum. Gengið er á grjóti svo góðir gönguskór eru nauðsynlegir. Gott að vera með göngustafi og klæðnað eftir veðri.
Sigurður Magnússon og Vala Friðriksdóttir ætla að leiða þessa göngu fyrir okkur.
Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á netfangið ffb@ffb.is í síðasta lagi fimmtudaginn 21. september. Vinsamlega takið fram bílategund við skráningu.