Söguganga umhverfis Ytri-Rauðamelshraun
Mæting á bílastæðinu við kirkjuna á Ytri-Rauðamel kl. 13 þar sem gangan hefst. Boðið verður upp á fróðleik um Árna Þórarinsson prófast, Landnámsætt Rauðmelinga ofl. Stoppað verður við Rauðamelsölkeldu þar sem er heilmikil saga.
Gangan er auðveld, lítil hækkun en stundum um úfið hraun að fara. Ferðin gæti tekið 3 – 5 klst með fræðslustoppum.
Leiðsögumaður: Guðmundur Rúnar Svansson.