Söguganga við Hvítá

Söguganga um Hvítárvelli og Ferjukot undir leiðsögn Katrínar Ólafsdóttur og Hebu Magnúsdóttur. Genginn verður frekar léttur hringur og er áætlaður tími göngunnar um tvær og hálf klukkustund Skemmtileg ganga við allra hæfi.
Gangan hefst á hlaðinu á Ferjukoti.
Athugið að Sýkisbrýrnar eru lokaðar vegna skemmda þannig að færa leiðin að Ferjukoti er yfir Hvítárbrú.

The event is finished.

Seinni hluta ársins verður boðið uppá fjölbreyttar ferðir, s.s. blandaða jeppa- og gönguferð, hjólaferð, hellaferð, haustlitaferð, jógaferð og aðventuferð.
Þessar ferðir verða auglýstar í viðburðum á fb og settar á heimasíðuna þegar nær dregur.
Stefnt er á að bjóða uppá ferðir á Eiríksjökul og Baulu. Þessar ferðir eru háðar veðri og ákveðnar með stuttum fyrirvara. Áhugasamir skrái sig með netpósti til ffb@ffb.is.
Fylgist með á Facebook og á heimasíðu félagsins.
Athugið: Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs tryggir hvorki þátttakendur í ferðum né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á áfangastaði á eigin vegum og á eigin ábyrgð.
Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingu.

Dags.

18. mars, 2023

Klukkan

10:00 - 12:30
QR Code

Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs | kt. 690321-0330 | Borgarbraut 61, 310 Borgarnesi | ffb@ffb.is