Straumfjörður
Landeigendur í Straumfirði bjóða okkur enn á ný að njóta útivistar á þessum fallega stað. Við stefnum á um klukkutíma gönguferð og svo getum við örugglega fengið Svan til að segja okkur sögur. Mæting við sumarbústað Elfu og Svans kl 10 á laugardagsmorgun.
