Þrællyndisgata – Snorrastaðir

Þrællyndisgatan var notuð sem þrautaleið þegar flóð var á Löngufjörum og því hluti af gamalli þjóðleið. Gatan sjálf er ekki mjög löng, ca 12 – 13km í heild.
Hluti leiðarinnar er bara á fínum malarvegi, gatan sjálf er svo hraunjaðarinn, sumsstaðar á klöpp, á öðrum stöðum nokkuð gróf. Svo er lítill hluti í mýrlendi og í flæðarmálinu. Gott að áætla tímalengd ca 3-4 klst
Mæting kl 10 á Snorrastöðum

The event is finished.

Seinni hluta ársins verður boðið uppá fjölbreyttar ferðir, s.s. blandaða jeppa- og gönguferð, hjólaferð, hellaferð, haustlitaferð, jógaferð og aðventuferð.
Þessar ferðir verða auglýstar í viðburðum á fb og settar á heimasíðuna þegar nær dregur.
Stefnt er á að bjóða uppá ferðir á Eiríksjökul og Baulu. Þessar ferðir eru háðar veðri og ákveðnar með stuttum fyrirvara. Áhugasamir skrái sig með netpósti til ffb@ffb.is.
Fylgist með á Facebook og á heimasíðu félagsins.
Athugið: Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs tryggir hvorki þátttakendur í ferðum né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á áfangastaði á eigin vegum og á eigin ábyrgð.
Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingu.

Dags.

8. júní, 2024

Klukkan

10:00 - 14:00
QR Code

Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs | kt. 690321-0330 | Borgarbraut 61, 310 Borgarnesi | ffb@ffb.is