Stofnganga FFB í Jafnaskarðsskógi

VEL HEPPNUÐ STOFNGANGA Sunnudaginn 30. maí 2021 tókst loks að halda formlega stofngöngu FFB sem stofnað var þann 1. mar sl. Gengið var um hinn íðilfagra Jafnaskarðsskóg í Stafholtstungum í leiðsögn Birgis Haukssonar, fyrrverandi skógarvarðar. Mæting í gönguna var framar vonum en rétt tæplega 100 manns tóku þátt. Þar á meðal forseti Íslands, Guðni Th Jóhannesson. Í lok göngunnar var …

Lýðheilsugöngur í samstarfi við Borgarbyggð

Ákveðið hefur verið að fyrstu skref hins nýstofnaða ferðafélags verði að standa fyrir svokölluðum Lýðheilsugöngum í samstarfi við Heilsueflandi samfélag Borgarbyggðar. Göngurnar verða í boði alla miðvikudaga í maí kl. 18.00. og miðað er við c.a. 90 mínútur í senn. Gengið verður á mismunandi stöðum í héraðinu og boðið verður upp á mismunandi erfiðleikastig. Miðað er við að sem flestir geti fundið göngur …

Árbók og félagsskírteini

Kæru félagar í Ferðafélagi Borgarfjarðarhéraðs (FFB) Mörg ykkar hafa nú þegar fengið afhenta árbók Ferðafélags Íslands og félagsskírteinið en hvoru tveggja er til afhendingar eftir að krafan um félagsgjaldið hefur verið greidd í heimabanka. Þeim ykkar sem hafið greitt félagsgjaldið en ekki fengið bækur og skírteini afhent stendur til boða að nálgast ykkar bók og félagsskírteini hjá stjórnarmanni FFB, Jóni …

FERÐAFÉLAG TEKUR TIL STARFA

Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs var stofnað með pompi og prakt þann 1. mars sl á Hótel B59 í Borgarnesi. Ríflega hundrað manns mættu á fundinn og flestir þeirra gerðust stofnfélagar. Síðan hafa líka fjölmargir bæst við og þegar þetta er ritað eru stofnfélagar orðnir tæplega 160! Áhugasamir geta gerst stofnfélagar út þetta ár. Einfaldasta leiðin til að skrá sig í félagið er …

Stofnfundur

Stofnfundur, haldinn 1. mars 2021, á Hótel B59 í Borgarnesi Dagskrá stofnfundar: Stofnræða Umræður um stofnræðu og tillaga að stofnun Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs Sett lög fyrir félagið Ákvörðun árgjalds Kosning stjórnar samkvæmt lögum, einnig kosið í ferðanefnd og stikunefnd Kjörnir skoðunarmenn reikninga Ávörp gesta og umræður Fundarlok