Innheimta árgjalda

Ágætu félagar. Innheimtukröfur v/árgjalda 2024 eru komnar í netbanka með gjalddaga 21.05.2024 og eindaga 01.06.2024 Fullt árgjald er 8.900 kr., en þar sem tveir eru á sama heimili greiðir annar aðilinn hálft gjald. Í framhaldi af greiðslu fær viðkomandi sendan tölvupóst með rafrænu félagsskírteini, sem hægt er að vista í síma, en þeir sem kjósa frekar að fá félagsskírteini á …

Aðalfundur Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs

Aðalfundur Ferðafélags Borgarfarðarhéraðs verður haldinn miðvikudaginn 20. mars n.k. í Hátíðarsalnum í Reykholti (Gamla héraðsskólahúsinu) og hefst hann kl. 20.00. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf og myndasýning frá starfi félagsins fram til þessa. Kaffiveitingar. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa allir þeir sem skráðir eru í félagið áður en fundur er settur. Fjölmennum á aðalfund og höfum áhrif á mótun félagsins. Stjórn FFB

Göngudagskrá 2024

Útivera hressir, bætir og kætir og viljum við því hvetja fólk til þátttöku í ferðum okkar. Hér eru þær ferðir, sem búið er að ákveða fyrir árið (birt með fyrirvara um breytingar). Þegar styttist í ferð koma inn nánari upplýsingar í viðburðum, bæði á fésbókinni og hér á heimasíðunni. Hérna er listi yfir þær ferðir, sem búið er að ákveða. …

Fjallað um Hafnarfjall og Kilimanjaro á aðalfundi

Aðalfundur Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs var haldinn í gær, 29. mars, í Hjálmakletti í Borgarnesi. Vel var mætt á fundinn líkt og flesta viðburði á vegum félagsins hingað til.   Í skýrslu stjórnar kom fram að mörg verkefni eru í gangi varðandi uppbyggingu gönguleiða á vegum FFB. Meðal annars er unnið að því að koma upp útsýnisskífu á Hafnarfjalli og merkja hina sjö tinda fjallsins. Þá er áfram unnið að uppbyggingu Vatnaleiðar og hönnun útivistarsvæðis á Englandi í Lundarreykjadal, í tengslum við gönguleiðir á svæðinu. Þá er verið að undirbúa gerð Borgarfjarðarbrautar en það er vinnuheitið á fimm daga gönguleið um uppsveitir Borgarfjarðar.  Á síðasta ári stóð FFB fyrir fjölda gönguferða og fyrir liggur fjölbreytt göngudagskrá fyrir árið 2023. Áhugasamir geta kynnt sér dagskrána á heimasíðu félagsins, ffb.is og á …

Gjald fyrir gistingingu

Rúmstæði í Hólmi eru 20 í 10 tveggja manna kojum Rúmstæði í Torfhvalastöðum eru 18 hámark. Gjald fyrir gistingu er kr. 6.000 nóttin fyrir utanfélagsmenn en kr. 4.000 nóttin fyrir félagsmenn. Afsláttur til barna 7-18 ára er 50% í fylgd með forráðamönnum. Börn 6 ára og yngri fá ókeypis gistingu. Hópar sem ferðast saman skulu greiða fyrir gistingu í einu …

Göngudagskrá 2023

Á fésbókarsíðu Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs og á bls 82 á heimasíðu FÍ https://www.fi.is/static/files/utgafa/Ferdaaaetlun_2022/fi_2023_prent.pdf eru þær ferðir, sem búið er að ákveða fyrir árið. Þegar styttist í ferð koma inn nánari upplýsingar í viðburðum, bæði á fésbókinni og hér á heimasíðunni. Hérna er listi yfir þær ferðir, sem búið er að ákveða. Við byrjum á göngunámskeiði kl. 11 í fyrramálið, laugardaginn 28. …

Útsýnisskífa á Hafnarfjall

Miðvikudaginn 7. september var gerður góður leiðangur á topp Hafnarfjalls á vegum Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs. Búið var að bíða í nokkurn tíma eftir nógu góðu skyggni enda var tilgangurinn að gera mælingar og skyssur fyrir útsýnisskífu sem til stendur að koma fyrir efst á Hafnarfjalli. Í leiðangrinum tóku þátt Jakob Hálfdánarson, en hann hefur smíðað útsýnisskífur sem finna má um land …

Árbækur FÍ og æfing fyrir sjö tinda ferðina.

Ágætu félagsmenn Nú eru árbækurnar tilbúnar til afhendingar. Þeir sem hafa greitt árgjaldið geta nálgast bókina hjá Bókhalds- og rekstrarþjónustunni, Borgarbraut 61. Guðrún Hulda Pálmadóttir tekur fagnandi á móti ykkur á opnunartíma skrifstofunnar frá kl. 9 – 12 og 13 – 16. Einnig viljum við benda á að gott er að æfa fyrir sjö tindana í vinnuferð stikunefndar á Hafnarfjallið …

Þurrum fótum milli Einkunna

Lokið hefur verið við gerð gangstígs úr timbri yfir mýrina milli Nyrðri – Einkunnar og Litlu – Einkunna í fólkvangnum ofan við Borgarnes. Á “Stóra – Einkunnadaginn” sem haldinn var sameiginlega af stjórn Fólkvangsins, Skógræktarfélagi Borgarfjarðar og Ferðafélagi Borgarfjarðarhéraðs, var byrjað á gerð gangstígs úr gagnvörðu timbri yfir mýrina milli klettanna sem nefnast Nyrðri – Einkunn og Litlu – Einkunnir. …