Þurrum fótum milli Einkunna

Lokið hefur verið við gerð gangstígs úr timbri yfir mýrina milli Nyrðri – Einkunnar og Litlu – Einkunna í fólkvangnum ofan við Borgarnes. Á “Stóra – Einkunnadaginn” sem haldinn var sameiginlega af stjórn Fólkvangsins, Skógræktarfélagi Borgarfjarðar og Ferðafélagi Borgarfjarðarhéraðs, var byrjað á gerð gangstígs úr gagnvörðu timbri yfir mýrina milli klettanna sem nefnast Nyrðri – Einkunn og Litlu – Einkunnir. …

Þrír styrkir til Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, menningar- og viðskiptaráðherra hefur úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða árið 2022, að fengnum tillögum stjórnar sjóðsins, samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Að þessu sinni er úthlutunin rúmlega 548 milljónir króna. Þrír af þeim styrkjum sem úthlutað er að þessu sinni fara til verkefna á vegum Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs (FFB), samtals eru þeir að upphæð 9.210.000,- Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir …

Innheimta árgjalda og félagsskírteini

Kæru félagar í Ferðafélagi Borgarfjarðarhéraðs (FFB) Árgjald ársins 2022 er kr. 8.200,- (árgjald með árbók FÍ), en þeir sem hafa beðið um að greiða án árbókar (makar og fjölskyldufólk á sama heimili) greiða kr. 4.100,- Kröfurnar eru komnar í netbanka með gjalddaga 20.04.2022 og eindaga 15.05.2022. Í framhaldi af greiðslu fær viðkomandi sendan tölvupóst með rafrænu félagsskírteini, sem hægt er …

Vel sóttur aðalfundur

Fyrsti aðalfundur Ferðafélags Borgarfjarðar var haldinn þann 24. mars í Food station í Borgarnesi. Þá var liðið rétt rúmlega ár frá stofnun félagsins. Um fjörtíu manns mættu á fundinn og er sú góða mæting lýsandi fyrir viðtökurnar sem félagið hefur fengið á stuttri starfsævi. Í skýrslu stjórnar, sem Olgeir Helgi Ragnarsson, ritari félagsins flutti á fundinum, kom fram að frá …