Lokið hefur verið við gerð gangstígs úr timbri yfir mýrina milli Nyrðri – Einkunnar og Litlu – Einkunna í fólkvangnum ofan við Borgarnes. Á “Stóra – Einkunnadaginn” sem haldinn var sameiginlega af stjórn Fólkvangsins, Skógræktarfélagi Borgarfjarðar og Ferðafélagi Borgarfjarðarhéraðs, var byrjað á gerð gangstígs úr gagnvörðu timbri yfir mýrina milli klettanna sem nefnast Nyrðri – Einkunn og Litlu – Einkunnir. …
Þrír styrkir til Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, menningar- og viðskiptaráðherra hefur úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða árið 2022, að fengnum tillögum stjórnar sjóðsins, samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Að þessu sinni er úthlutunin rúmlega 548 milljónir króna. Þrír af þeim styrkjum sem úthlutað er að þessu sinni fara til verkefna á vegum Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs (FFB), samtals eru þeir að upphæð 9.210.000,- Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir …
Innheimta árgjalda og félagsskírteini
Kæru félagar í Ferðafélagi Borgarfjarðarhéraðs (FFB) Árgjald ársins 2022 er kr. 8.200,- (árgjald með árbók FÍ), en þeir sem hafa beðið um að greiða án árbókar (makar og fjölskyldufólk á sama heimili) greiða kr. 4.100,- Kröfurnar eru komnar í netbanka með gjalddaga 20.04.2022 og eindaga 15.05.2022. Í framhaldi af greiðslu fær viðkomandi sendan tölvupóst með rafrænu félagsskírteini, sem hægt er …
Önnur æfingaganga áleiðis á Hafnarfjall
Önnur æfingaganga fyrir sjö tinda gönguna. Stefnum á skarðið fyrir ofan stein. Sjáumst vel klædd á bílastæðinu kl. 18, fimmtudaginn 7. apríl 2022.
Vel sóttur aðalfundur
Fyrsti aðalfundur Ferðafélags Borgarfjarðar var haldinn þann 24. mars í Food station í Borgarnesi. Þá var liðið rétt rúmlega ár frá stofnun félagsins. Um fjörtíu manns mættu á fundinn og er sú góða mæting lýsandi fyrir viðtökurnar sem félagið hefur fengið á stuttri starfsævi. Í skýrslu stjórnar, sem Olgeir Helgi Ragnarsson, ritari félagsins flutti á fundinum, kom fram að frá …
Stofnganga FFB í Jafnaskarðsskógi
VEL HEPPNUÐ STOFNGANGA Sunnudaginn 30. maí 2021 tókst loks að halda formlega stofngöngu FFB sem stofnað var þann 1. mar sl. Gengið var um hinn íðilfagra Jafnaskarðsskóg í Stafholtstungum í leiðsögn Birgis Haukssonar, fyrrverandi skógarvarðar. Mæting í gönguna var framar vonum en rétt tæplega 100 manns tóku þátt. Þar á meðal forseti Íslands, Guðni Th Jóhannesson. Í lok göngunnar var …
Lýðheilsugöngur í samstarfi við Borgarbyggð
Ákveðið hefur verið að fyrstu skref hins nýstofnaða ferðafélags verði að standa fyrir svokölluðum Lýðheilsugöngum í samstarfi við Heilsueflandi samfélag Borgarbyggðar. Göngurnar verða í boði alla miðvikudaga í maí kl. 18.00. og miðað er við c.a. 90 mínútur í senn. Gengið verður á mismunandi stöðum í héraðinu og boðið verður upp á mismunandi erfiðleikastig. Miðað er við að sem flestir geti fundið göngur …
Árbók og félagsskírteini
Kæru félagar í Ferðafélagi Borgarfjarðarhéraðs (FFB) Mörg ykkar hafa nú þegar fengið afhenta árbók Ferðafélags Íslands og félagsskírteinið en hvoru tveggja er til afhendingar eftir að krafan um félagsgjaldið hefur verið greidd í heimabanka. Þeim ykkar sem hafið greitt félagsgjaldið en ekki fengið bækur og skírteini afhent stendur til boða að nálgast ykkar bók og félagsskírteini hjá stjórnarmanni FFB, Jóni …
FERÐAFÉLAG TEKUR TIL STARFA
Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs var stofnað með pompi og prakt þann 1. mars sl á Hótel B59 í Borgarnesi. Ríflega hundrað manns mættu á fundinn og flestir þeirra gerðust stofnfélagar. Síðan hafa líka fjölmargir bæst við og þegar þetta er ritað eru stofnfélagar orðnir tæplega 160! Áhugasamir geta gerst stofnfélagar út þetta ár. Einfaldasta leiðin til að skrá sig í félagið er …
Stofnfundur
Stofnfundur, haldinn 1. mars 2021, á Hótel B59 í Borgarnesi Dagskrá stofnfundar: Stofnræða Umræður um stofnræðu og tillaga að stofnun Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs Sett lög fyrir félagið Ákvörðun árgjalds Kosning stjórnar samkvæmt lögum, einnig kosið í ferðanefnd og stikunefnd Kjörnir skoðunarmenn reikninga Ávörp gesta og umræður Fundarlok
- Page 2 of 2
- 1
- 2